Ingvar Andri Magnússon, GKG. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2017 | 14:00

Ingvar Andri lauk 3. hring í 4. sæti og Daníel Ísak í 40. sæti á Scottish Boys Open!

Ingvar Andri Magnússon, GR lauk 3. hring í  4. sæti á  Scottish Boys Open Championship í dag. .

Hann lék samtals á 2 yfir pari, 215 höggum (69 73 73).

Daníel Ísak Steinarsson, GK, sem náði niðurskurði í gær og komst í hóp þeirra 42 sem léku til úrslita af 144 þátttakendum er sem stendur í 40. sæti á 22 yfir pari, 232 höggum (70 80 82) að loknum 3. hring.

Þrír heimamenn hafa raðað sér í 3 efstu sætin, og sem stendur er Jamie Stewart frá Old Course Ranfurly Golf Club efstur. Skor hans er 2 undir pari, 211 högg (74 68 69).

Sjá má stöðuna á Scottish Boys Open Championship með því að SMELLA HÉR: