Ingvar Andri Magnússon, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2017 | 17:15

Ingvar Andri enn í 1. sæti á Scottish Boys Open Championship e. 2. dag

Ingvar Andri Magnússon, GR er enn í 1. sæti á Scottish Boys Open Championship e. 2. mótsdag.

Ingvar Andri er samtals búinn að spila sléttu pari, 142 höggum (69 73).

Í dag fékk Ingvar Andri 2 fugla og 4 skolla því miður 2 skolla í röð á síðustu tveimur lokaholunum.

Daníel Ísak Steinarsson, GK, sem var í 2. sæti eftir 1. keppnisdag átti afleitan hring í dag þar sem hann fékk m.a. 2 slæma skramba og lék samtals á 9 yfir pari, 80 höggum og er því samtals á 8 yfir pari og rann eitthvað niður skortöfluna.

Dagbjartur Sigurbrandsson var á sama skori og í gær 6 yfir pari og er því samtals nú á 12 yfir pari, 154 höggum (77 77).

Nokkrir eiga eftir að ljúka leik þegar þetta er ritað og því hvorki ljóst hvort Ingvar Andri deilir 1. sætinu né í hvaða sætum Daníel Ísak og Dagbjartur eru.

Skorið var niður eftir 2. hring og munaði því miður 1 höggi að Dagbjartur kæmist í gegnum niðurskurð en Ingvar Andri og Daníel Ísak eru komnir áfram á 3. hring, sem spilaður verður á morgun.

Þetta er frábær árangur hjá íslensku drengjunum í Skotlandi og vonandi að framhald verði á, á morgun!!!

Sjá má stöðuna á Scottish Boys Open Championship með því að SMELLA HÉR: