Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2017 | 18:00

Ingvar Andri bestur í íslenska piltalandsliðinu á EM e. 2. dag í Póllandi

Ingvar Andri Magnússon, GR, stóð sig best íslensku strákanna í íslenska piltalandsliðinu á 2. degi EM piltalandsliða í dag; er í 15. sæti  með samtals skor upp á 5 yfir pari, 149 högg (74 75).

Skor annarra í piltalandsliðinu er eftirfarandi: 
17. sæti Ragnar Már Ríkharðsson, GM, , 6 yfir pari, 150 högg (75 75).
20.sæti Kristján Benedikt Sveinsson, GA, 7 yfir pari, 151 högg (73 78).
24. sæti Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, 8 yfir pari, 152 högg (77 75)
24. sæti Viktor Ingi Einarsson, GR, 8 yfir pari, 152 högg (76 76)
32. sæti Arnór Snær Guðmundsson, GHD, 10 yfir pari, 154 högg (69 85) – Ótrúleg 16 högga sveifla í dag hjá Arnóri Snæ!

Strákarnir okkar lönduðu  4. sætinu og spila því í A-riðli í holukeppninni og mæta Sviss í fyrstu viðureigninni á morgun.

Til þess að sjá stöðuna e. 2. dag á EM piltalandsliða í Póllandi SMELLIÐ HÉR: 

EM piltalandsliða 18 ára og yngri fer fram í Kraków í Póllandi.

Daníel Ísak Steinarsson, GK,  er fyrirliði piltalandsliðsins og liðsstjóri er Jussi Pitkanen, afreksstjóri GSÍ.