Inbee Park
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2014 | 10:25

Inbee Park sigraði í Taíwan

Nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park sigraði í dag, á lokadegi  Fubon LPGA Taiwan Championship, sem fram fór í Miramar G&CC í Tapei,  Taíwan.

Inbee spilaði á samtals 22 undir pari, 266 höggum (64 62 69 71).

Í 2. sæti varð Stacy Lewis, 2 höggum á eftir Park, þ.e. á samtals 20 undir pari  og í 3. sæti varð Lydia Ko á samtals 17 undir pari, eða 5 höggum á eftir Park.

Í 4. sæti varð spænski kylfingurinn Azahara Muñoz og í 5. sæti Amy Yang frá Suður-Kóreu

Til þess að sjá lokastöðuna á Fubon LPGA Taiwan Championship SMELLIÐ HÉR: