Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2015 | 07:30

Inbee Park sigraði á Opna breska

Það var nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Inbee Park sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna breska kvenrisamótinu, sem lauk í gær.

Inbee lék samtals á 12 undir pari, 276 höggum (69 73 69 65).

Það var einkum glæsilegur lokahringur Inbee upp á 7 undir pari, 65 högg, sem leiddi til sigurs hennar.

Jin Young Ko, sem fann lyktina af sigrinum á risamóti í fyrsta sinn náði ekki að halda haus og átti ekkert svar við glæsileik Inbee, lék á 71 höggi, sem ekki dugði – Inbee átti 3 högg á hana og sigraði sannfærandi.

Þriðja sætinu deildu síðan Lydia Ko og enn ein stúlkan frá Suður-Kóreu, So Yeon Ryu, á samtals 8 undir pari, hvor.

Norska frænkan, Suzann Pettersen varð síðan í 5. sæti á samtals 7 undir pari, 5 höggum á eftir sigurvegaranum Inbee Park.

Þetta er í 3. skipti sem Inbee Park sigrar á Opna breska kvenrisamótinu og alls hefir Inbee þá sigrað í 7 risamótum; eina risamótið sem hún hefir ekki sigrað í er Evian Championship …. og verður spennandi að sjá hvað hún gerir í því seinna í sumar!

Til þess að sjá heildarúrslit á Opna breska SMELLIÐ HÉR: