Icelandair fjölgar ferðum til Skotlands vegna Ryder bikarsins
Lesa má frétt í enska blaðinu Evening Times þar sem segir að Icelandair ætli að fjölga ferðum í kringum Ryder bikars keppnina, til þess að geta ferjað kandadíska og bandaríska aðdáendur bandaríska liðsins til Skotlands.
Í grein Gordon Thomson er sagt frá verkfalli flugmanna, sem leiddi til þess að flugum var aflýst og lagasetningu Alþingis í kjölfarið.
Sagt er að fyrir Ryder bikars keppnina í september sé áætlað að fjölga áætlunarferðum til Glasgow um tvær, þ.e. 13. og 20. september, en keppnin sjálf hefst 26. september.
Vitnað er í framkvæmdastjóra Icelandair á Bretlandseyjum Andrés Jónsson, sem sagði: „Icelandair hefir flogið til Glasgow í mörg ár og frá árinu 2010 höfum við orðið varir við jákvæðar viðtökur varðandi ferðir til og frá Glasgow í gegnum aukna eftirspurn og við ætlum að byggja á því.“
Eins er vísað í grein Thomson til yfirmanns á Glasgow-flugvelli, Amöndu McMillan, sem segir það ekki hafa komið sér á óvart að Icelandair hafi fjölgað flugum og eins Gordon Matheson, yfirmanns markaðsmála hjá Glasgow-borg sem segir golfið, sögu og menningu vera það sem laði ferðamenn til Skotlands.
Sjá má grein Thomson í Evening Times með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
