Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2014 | 11:30

Icelandair fjölgar ferðum til Skotlands vegna Ryder bikarsins

Lesa má frétt í enska blaðinu Evening Times þar sem segir að Icelandair ætli að fjölga ferðum í kringum Ryder bikars keppnina, til þess að geta ferjað kandadíska og bandaríska aðdáendur bandaríska liðsins til Skotlands.

Í grein Gordon Thomson er sagt frá verkfalli flugmanna, sem leiddi til þess að flugum var aflýst og lagasetningu Alþingis í kjölfarið.

Sagt er að fyrir Ryder bikars keppnina í september sé áætlað að fjölga áætlunarferðum til Glasgow um tvær, þ.e. 13. og 20. september, en keppnin sjálf hefst 26. september.

Vitnað er í framkvæmdastjóra Icelandair á Bretlandseyjum Andrés Jónsson, sem sagði: „Icelandair hefir flogið til  Glasgow í mörg ár og frá árinu 2010 höfum við orðið varir við jákvæðar viðtökur varðandi ferðir til og frá Glasgow í gegnum aukna eftirspurn og við ætlum að byggja á því.“

Eins er vísað í grein Thomson til yfirmanns á Glasgow-flugvelli, Amöndu McMillan, sem segir það ekki hafa komið sér á óvart að Icelandair hafi fjölgað flugum og eins Gordon Matheson, yfirmanns markaðsmála hjá Glasgow-borg sem segir golfið, sögu og menningu vera það sem laði ferðamenn til Skotlands.

Sjá má grein Thomson í Evening Times með því að SMELLA HÉR: