Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2015 | 14:00

Ian Poulter svarar Rio Ferdinand eftir að hann tvítaði skrítið komment til Rory

Ian Poulter er ekki ánægður með Rio Ferdinand  eftir að fyrrum Manchester United varnarmaðurinn notaði nafn hans í skrítnu tvíti til Rory McIlroy.

Ferdinand var að hrósa nýja UFC fjaðurvigtarmeistaranum Conor McGregor fyrir blaðamannafund sem hann hélt fyrir slag sinn þ.e. UFC 194 við Jose Aldo.

Rio var með vídeo af Íranum og fékk þessi viðbrögð frá  Rory McIlroy:

„Imagine a golf press conference like this“ (Lausleg þýðing: Ímyndaðu þér golfblaðamannafund eins og þennan.“

Ferdinand svaraði Rory – sem er búin að vera aðdáandi United allt sitt líf – að hann gæti verið með svona blaðamannafund líka og notað Ian Poulter sem andstæðing sinn.

Poulter var ekkert allt of hress með þetta og tvítaði:

„Oi @rioferdy5 what cha saying big man…..  (Lausleg þýðing: „Æj, @rioferdy5 hvað ertu að segja feiti“)

Ferdinand kenndi Rory um allt saman:

„@IanJamesPoulter chill bro!! @McIlroyRory told me to use you as an example….😂😂😂“

(Lausleg þýðing: @IanJamesPoulter Slappaðu af!! @McIlroyRory sagði mér að nota þig sem dæmi….😂😂😂“)

Á næsta golfblaðamannafundi má því búast við að Rory hafi einn risatitil sinn með sér, sé með sólgleraugu og risabjór og segi Poulter og öllum öðrum kylfingum í heiminum að hann sé svo miklu betri en þeir.

Er ekki einmitt svona sem við viljum hafa golfið?