
Ian Poulter sigraði á JBWere Australian Masters
Margir höfðu beðið spenntir eftir einvígi heimamannsins Geoff Ogilvy, sem að sögn hefir spilað Victoria golfvöllinn í Melbourne oftar en nokkurn annan völl í heiminum og Englendingsins Ian Poulter. Ljóst varð þó á 1. holu að ekkert yrði af einvíginu því strax þar missti Ogilvy 2 högga forystu sína þegar Poulter fékk örn og má segja að Ian Poulter hafi síðan verið yfir það sem eftir var hringsins.
Ian Poulter spilaði á 67 höggum í dag á hring þar sem hann fékk m.a. örn á 1. braut, 3 fugla og 1 skolla. Samtals var sigurskorið upp á – 15 undir pari, 269 högg (65 68 69 67). Ian var með engan hring yfir 70.
Í 2. sæti varð Ástralinn Marcus Fraser á samtals -12 undir pari, 272 höggum (72 69 69 64). Hann var því 3 höggum yfir öruggu sigurskori Poulter, en átti lægsta skor dagsins glæsileg 64 högg! Á skorkorti hans voru hvorki fleiri né færri en 8 fuglar, en því miður líka 1 skolli á 3. brautinni.
Loks varð Geoff Ogilvy í 3. sæti spilaði í dag versta hring sinn í mótinu upp á 73 högg, +2 yfir pari: martraðarlokahring, þar sem hann fékk 2 fugla en líka 2 skolla og 1 skramba, 10 höggum fleira en á hringnum góða í gær. Samtals spilaði hann á -11 undir pari 273 höggum (71 66 63 73).
Kylfingarnir 10, í 12. sæti ,eru líka áhugaverðir en allir spiluðu þeir á samtals -4 undir pari hver þ.e. 280 höggum sléttum. Í þessum hóp er nr. 1 í heiminum Luke Donald (69 70 69 72); Ástralinn Jarrod Lyle, sem komst nýverið gegnum Q-school og spilar því á bandaríska PGA á næsta ári (67 71 70 72); og Greg Chalmers, sem vann bæði Australian Open og Australian PGA Championship á þessu ári (69 70 67 74).
Sjá má stöðuna á JBWere Australian Masters með því að smella HÉR:
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open