Ian Poulter sigraði á JBWere Australian Masters
Margir höfðu beðið spenntir eftir einvígi heimamannsins Geoff Ogilvy, sem að sögn hefir spilað Victoria golfvöllinn í Melbourne oftar en nokkurn annan völl í heiminum og Englendingsins Ian Poulter. Ljóst varð þó á 1. holu að ekkert yrði af einvíginu því strax þar missti Ogilvy 2 högga forystu sína þegar Poulter fékk örn og má segja að Ian Poulter hafi síðan verið yfir það sem eftir var hringsins.
Ian Poulter spilaði á 67 höggum í dag á hring þar sem hann fékk m.a. örn á 1. braut, 3 fugla og 1 skolla. Samtals var sigurskorið upp á – 15 undir pari, 269 högg (65 68 69 67). Ian var með engan hring yfir 70.
Í 2. sæti varð Ástralinn Marcus Fraser á samtals -12 undir pari, 272 höggum (72 69 69 64). Hann var því 3 höggum yfir öruggu sigurskori Poulter, en átti lægsta skor dagsins glæsileg 64 högg! Á skorkorti hans voru hvorki fleiri né færri en 8 fuglar, en því miður líka 1 skolli á 3. brautinni.
Loks varð Geoff Ogilvy í 3. sæti spilaði í dag versta hring sinn í mótinu upp á 73 högg, +2 yfir pari: martraðarlokahring, þar sem hann fékk 2 fugla en líka 2 skolla og 1 skramba, 10 höggum fleira en á hringnum góða í gær. Samtals spilaði hann á -11 undir pari 273 höggum (71 66 63 73).
Kylfingarnir 10, í 12. sæti ,eru líka áhugaverðir en allir spiluðu þeir á samtals -4 undir pari hver þ.e. 280 höggum sléttum. Í þessum hóp er nr. 1 í heiminum Luke Donald (69 70 69 72); Ástralinn Jarrod Lyle, sem komst nýverið gegnum Q-school og spilar því á bandaríska PGA á næsta ári (67 71 70 72); og Greg Chalmers, sem vann bæði Australian Open og Australian PGA Championship á þessu ári (69 70 67 74).
Sjá má stöðuna á JBWere Australian Masters með því að smella HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024