Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2014 | 17:00

Ian Poulter myndi gjarnan vera fyrirliði Evrópu í Rydernum

Ian Poulter hefir látið uppi að hann myndi „elska“ að vera fyrirliði Evrópu í Rydernum einhvern tímann í framtíðinni.

Poulter hefir sjálfur spilaði í 5 Ryder Cup mótum og vann 4 Ryder mótið sitt í Gleneagles s.l. september.

Hann sagði: „Vonandi, hef ég önnur 10 ár í mér áður en ég verð spurður að þessu aftur.  Ef ég myndi vera beðinn að vera fyrir liði þá já, ég myndi elska að vera fyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu.“

Af hálfu Evrópu er stutt í að tilkynnt verði hver verði fyrirliði liðsins í Hazeltine 2016 og Darren Clarke er meðal þeirra sem líklegastir þykja að fá stöðuna.

Poulter sagði m.a. um það: „Það er fullt af fólki sem gætu hugsanlega orðið fyrirliðar.“

„Þegar maður lítur á næsta mót í Hazeltine, Bandaríkjunum, þá er mjög líklegt að Darren Clarke verði sá sem verði fyrir valinu.“

„Hann er með frábært samband við leikmennina og er verðugur fyrirliði.“

Ef hann yrði fyrir valinu myndi Clarke reyna að tryggja 4. sigur Evrópu í röð í Hazeltine 2016.

Clarke hefir spilað í 4 sigurliðum Evrópu og var auk þess varafyrirliði 2010 og 2012.

Hann hefir auk þess þegar tryggt sér stuðning Rory McIlroy, Lee Westwood, Graeme McDowell og Pádraig Harrington.