Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2011 | 09:00

Ian Poulter leiðir á JB Were Australian Masters eftir 1. dag

Það er enski kylfingurinn Ian Poulter sem leiðir eftir 1. dag JB Were Australian Masters. Hann kom inn á – 6 undir pari, 65 höggum. Poulter fékk 7 fugla og 1 skolla á par-4 11. braut Victoria golfvellinum í Melbourne.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Ástrali Ashley Hall. Þriðja sætinu deila 6 landar hans, þ.á.m. Jarrod Lyle, sem komst nú nýverið í gegnum Q-school PGA, en þeir sem eru í 3. sæti hafa allir spilað á -4 undir pari, þ.e. 67 höggum. Níunda sætinu deila svo 2 þekktari Ástralir, Rod Pampling og Richard Green, þeir komu inn á -3 undir pari 68 höggum.

Loks eru 10 kylfingar í 11. sæti, þ.á.m. nr. 1 – Luke Donald og Ástralinn Greg Chalmers, sem á frábært tækifæri á mótinu að ná áströlsku þrennunni en hann hefir þegar sigrað á Australian Open og Australian PGA Championship í ár.  Allir komu þeir í 11. sæti inn á -2 undir pari, 69 höggu og skilja 4 högg þá frá forystumanni mótsins Ian Poulter.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag JB Were Australian Masters smellið HÉR: