Ian Poulter klagaði yfir golfbullu í vinnuveitanda hennar
Ian Poulter varð fyrir leiðindum af hálfu golfbullu á Valspar Championship .
Reyndar líka á Twitter eftir mótið, þar sem Poulter gekk illa.
Bullan skrifaði m.a. á twitter:
„@IanJamesPoulter we´re still here swimming circles in your brain. Hit it in the water AGAIN..“
… og fleiri svona meiðandi tvít um Poulter sem gekk ekkert alltof vel í mótinu – lauk keppni á 9 yfir pari og T-69.
Golfbullan heitir JJ Downum, en á Twitter segir að maðurinn sé aðstoðar íþróttarstjóri við Florida Southern College (starfstitill mannsins á ensku: Assistant Athletic Director for Development at Florida Southern College)
Golfbullan sendi fréttir um skilaboð sín til Poulter á Barstool’s golf og í íþróttafréttamann frá Iowa, í von um að birtast í frétt um atvikið.
Ian Poulter tók hins vegar „screen“mynd af tvítum bullunar og sendi vinnuveitendum bullunnar í íþróttadeild FSC. Spurning hvernig þeir taka á málinu?
Verður Downum rekinn fyrir atvikið? Fylgjendur Poulter á Twitter skiptast í tvö horn – sumum finnst hann OF viðkvæmur, verði að geta tekið gagnrýni, eigi ekki að vera að svara rugli frá golfaðdáenda, sem greinilega hafi fengið sér einum bjór of mikið … og of hart að hann missi e.t.v. starf sitt – öðrum finnst Poulter alveg hafa tekið rétt á málum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
