Ian Poulter æfur yfir að barnapía hans fékk ekki sæti sem pantað hafði verið um borð hjá British Airways
Ian Poulter sem hefir unnið sér inn verðlaunafé sem talið er £9.4 milljón og hefir a.m.k. fengið annað eins í auglýsingasamningum og viðskiptum fór í reiðikasti á Twitter og tvítaði að barnapía hans hefði ekki fengið far um borð í flugvél British Airways (BA) , þannig að eiginkona hans Katie hefði þurft að sjá um 4 börn þeirra ein.
Hann lét reiði sína í garð (BA) flæða um allt í tvíti sínu: „Ég bókaði 6 sæti á fyrsta farrými fyrir eiginkonu mína og barnapíu @British_Airways, sem sögðu síðan að ekkert sæti væri til fyrir barnapíuna og Katie var með enga hjálp í 10 tíma við 4 krakka.“
Hann bætti við: „Þetta lítur út eins og ég sé hrokafullur a***. En hvað er að því að fá það sem maður hefir borgað fyrir? Ég pantaði steik, en viðkvæðið var: „afsakaðu þú getur bara fengið tómat.“
Poulter skammaðist síðan yfir að (BA) hefði aðeins boðið honum £200 fyrir „óþægindin“ af að eiga ekkert sæti handa barnapíunni og sagði að hann myndi aldrei aftur fljúga með British Airways.
Tvít Poulter, sem oft eru skynsamleg ef ekki skemmtileg höfðu öfug áhrif á marga á Twitter. Hann fékk svör á borð við eftirfarandi: „Hugsanir okkar eru með þér á þessu dimmu tímum.“ Eða … „Hvað gerðist félagi, seldurðu einkaþotuna?“ Eða… „Þetta eru slæmar fréttir Ian. Vona að þessir 4 krakkar þjáist ekki eins og þeir sem eru á Gaza. Þetta er hræðilegt fyrir fjölskylduna.“
En þessi og svipuð komment sem Poulter fékk stoppuðu hann ekki frá því að verja konu sína á félagsmiðlunum.

Farangur Katie Poulter og 4 barna hennar
Poulter tvítaði: „Reyndar er eiginkona mín góð móðir; við höfum þann lúxus að geta veitt okkur hjálp, þar sem það er erfitt að ferðast með 4 börn. En margir ferðast líka án hjálpar.“
Hvernig sem allt er, er farangur 6 manna fjölskyldu mikill og erfitt að sjá hvernig Katie á að láta allt virka passa upp á allan farangurinn og passa börnin sín 4 – ólíkt þægilegra að vera með hjálp – fyrir utan að börn þekktra manna eru í ólíkt meiri hættu t.d. á að vera rænt erlendis.
„Mér finnst ekki að draga ætti í efa hæfileika Katie í móðurhlutverkinu. Þið getið níðst á mér eins og þið gerið nú þegar. En hún er frábær móðir.“
Nokkrum klukkustundum síðar virtist Poulter komast að þeirri niðurstöðu að það væri hvernig hann hefði orðað fyrsta tvít sitt sem hefði farið fyrir brjóstið á fólki og tvítaði enn og aftur: „Ég er ekki viss um að ykkur hafi líkað orðalagið á fyrsta tvíti mínu. Hahaha, það hljómaði örugglega ekki eins og því var meint að hljóma. Ó jæja, sumt breytist aldrei.“
Talsmaður British Airways sagði: „Við höfum beðið viðskiptavininn afsökunar, sem því miður gat ekki ferðast eins og hann hafði bókað. Við buðum líka bætur.“
Hvernig sem öllu er snúið þá hefir Ian Poulter eitthvað til síns máls; það er algerlega óþolandi þegar maður er að borga fyrir hluti og það stenst síðan ekki sem samið hefir verið um. Það sama gildir um menn sem ekki standa við orð sín.
Auðvitað geta allir gert mistök – en það læðist að manni sá grunur að þegar um jafn þekktan mann sé að ræða sem Poulter þá ætti flugfélag sem BA að vanda aðeins betur sinn hlut, sem það er greinilega ekki að gera.
Þetta virðist vera undir mottó-inu: Allir geta gert mistök – og þegar þau hafa verið gerð þá þarf bara að biðjast afsökunar ….. og kannski fá smá auglýsingu út á allt saman …. Fyrirtækið hefir öðrum og mikilvægari hnöppum að hneppa en að standa við gerða samninga …. sérstakega við jafnþekktan mann og Ian Poulter – það að hann er þekktur skiptir engu hann er ekki mikilvægari en aðrir (vinsælt…. og fellur alltaf í góðan jarðveg hjá almenningi – að jafnvel þekktir aðilar séu ekkert merkilegri en aðrir) … Það gleymist bara eitt: fyrirtækinu ber að standa við gerðan samning við Poulter eins og alla aðra, sem það er ekki að gera.
Það eru 7 billjónir manna í heiminum og einhvers staðar meðal þeirra er eflaust flugfélag sem er tilbúið að bjóða betri þjónustu en British Airways – Poulter hefir algerlega rétt fyrir sér að vilja ekki skipta aftur við BA, sem ekki vandar betur til verka en auga gefur leið – og láta okkur hin vita af því hvers konar þjónustu BA býður upp á! Kannski víti til varnaðar- a.m.k. neytendavernd!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
