Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2022 | 11:00

Í fyrsta sinn eru allir 5 bestu karlkylfingar heims undir 30 ára aldri

Með sigri sínum á  Arnold Palmer Inv. presented by Mastercard, sem er ekki svo ýkja langt frá fyrsta sigri hans á PGA TOUR þ.e. á WM Phoenix Open, þá komst Scottie Scheffler, 25 ára, í fimmta sæti  heimslistans í golfi.

Það er sögulegt, því nú eru í fyrsta sinn í golfsögunni allir 5 bestu karlkylfingar heims undir 30 ára aldri.

Þeir sem eru í 1.-4. sæti á heimslistanum eru: 1. sæti Jon Rahm (27 ára); 2. sæti Collin Morikawa (25 ára); 3. sæti Victor Hovland (24 ára) og 4. sæti Patrick Cantlay (29 ára).

Á síðastliðnum 8 árum eða svo hefir orðið algengara að ungir 20 og eitthvað ára strákar sigri á PGA Tour – og margir þeirra oftar en einu sinni.

Þannig hefir t.d. Justin Thomas 14 PGA Tour sigra í beltinu f. 1993 (29 ára á árinu), Jordan Spieth (12) f. 1993 (og því 29 ára á árinu!)  Jason Day (12) f. 1987 (og því 35 ára á árinu) , og Bryson DeChambeau (8) f. 1993 og því 29 ára á árinu.

Þessir framangreindu vörðuðu bara veginn. John Rahm er þrátt fyrir ungan aldur þegar kominn með 6 PGA Tour sigra þ.á.m einn á risamóti US Open. Hann ásamt þeim Morikawa og Hovland er í fararbroddi á nýrri bylgju brillíant, ungra kylfinga, en henni tilheyra m.a. Scheffler ásamt öðrum eins og Suður-Kóreumanninum Sungjae Im, Joaquin Niemann frá Chile og Sam Burns, en síðastgreindu 4 hafa allir unnið 2 PGA sigra.

Morikawa er kominn með 5 sigra þar af 2 á risamótum; og Hovland er með 3 PGA Tour sigra.