
Í Flight-Scope fluggreininum hjá Einari Lyng – „Færri kylfingar komast að en vilja“
Einar Lyng er 41 árs aðalgolfkennari Golfklúbbs Bakkakots, en hann er einnig skíðaþjálfari, sem býr í Hveragerði og er þar með eina flottustu æfingaaðstöðu fyrir kylfinga á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Auk þess að sinna almennri golfkennslu kemur Einar að afreksstarfi þar sem hann er þjálfari eins efnilegasta kylfings landsins, Fannars Inga Steingrímssonar, GHG.
Flaggskipið hjá Einari er Flight-Scope kudo flugreinirinn, en tækið er notað af öllum helstu atvinnukylfingum heims til þess m.a. að betrumbæta sveifluna og sveifluferilinn.
T.d. má sjá ástralska kylfinginn Geoff Ogilvy í Flight-Scope með því að smella HÉR:
Sjá má Rory McIlroy og Justin Rose bregða fyrir í Flight Scope með því að smella HÉR:
Sjá má kynningarmyndskeið á Flight Scope Cudo með því að smella HÉR:
Að sögn Einars eru aðeins 2 slík tæki hér á landi, hitt er notað af golfversluninni Erninum til þess að mæla hvaða kylfur henti kylfingum.
Mælitæki er fest á kylfuna sjálfa og síðan fer mælingin fram.
Einar Lyng notar tækið til þess að sýna kylfingum sveifluna í þrívídd. Kylfingar sjá hverslags sveiflu þeir eru með og hvar þarf hugsanlega að bæta úr. Mjög fróðlegt er að sjá hvernig sveiflan er í fram- og aftursveiflu og eins hver höggþyngd hvers og eins er og þ.a.l. hversu langt boltinn flýgur og rúllar. Sjá má samanburð á sveiflu sinni við sveiflu atvinnumanna. Eins sýnir tækið gröfin í hröðuninni – hvernig kylfan er að vinna í 0 pkt., kylfuhaushraðann o.fl. Tækið byggir á radartækni sem notuð er í hernaði og ótrúlegt hvað er hægt að mæla í sveiflunni.
Sjón er sögu ríkari – en Einar sagði að færri kæmust að en vildu, svo mikil aðsókn væri í tækið. Ljóst er að Flight-Scope tækið er vel ferðarinnar virði í Hveragerði.
Fyrir utan Flight-Scope tækið er Einar með frábært tæki til að bæta púttstrokuna: Putt Lab Sam 2010. Tækið sýnir með mjög greinilegum hætti ferilinn sem púttið fer eftir og hægt er að bæta púttstrokuna á mjög skömmum tíma.
Þeir sem hafa áhuga að prófa Flight-Scope og Putt Lab Sam 2010 tækin geta hafa samband við Einar í símum:
771-2410 og 771-8711.
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)