Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 00:02

Hyo Joo Kim nær aftur forystu á 3. degi Evían risamótsins

Hyo Joo Kim, frá Suður-Kóreu,  náði aftur forystunni á 3. degi Evin risamótsins, sem fram fer í Evian-les-Bains í Frakklandi.

Kim er búin að spila á samtals 8 undir pari 205 höggum (61 72 72).

Í 2. sæti er ástralska golfdrottningin Karrie Webb aðeins 1 höggi á eftir Kim og til alls líkleg á lokahringnum á morgun.

Í 3. sæti er síðan MJ Hur, frá Suður-Kóreu enn öðru höggi á eftir á samtals 6 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Evian Championship SMELLIÐ HÉR: