Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2015 | 18:00

Hyo Joo Kim leiðir e. 1. dag Opna breska

Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu leiðir eftir 1. dag Opna breska kvenrisamótsins, sem fram fer á Turnberry í Skotlandi.

Hyo Joo lék á 7 undir pari, 65 höggum.

Hyo Joo er fremur óþekktur kylfingur en hún er fædd 14. júlí 1995 og því nýorðin 20 ára.  Hún komst fyrst upp á golf-stjörnuhimininn þegar hún sigraði á 1. Evian Masters 5. kvenrisamótinu í fyrra, 2014.

Í 2. sæti eru sú sem leiddi framan af degi, fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Lydia Ko og bandaríski kylfingurinn Cristie Kerr.  Báðar eru aðeins 1 höggi á eftir Hyo Joo.

Til þess að sjá stöðuna á Opna breska kvenrisamótinu SMELLIÐ HÉR: