Hvernig móðir Reed sem hann er í engu sambandi við brást við Masters sigri sonarins
Þegar kylfingur sigrar á Masters er það venjulega augnablik ótrúlegs fagnaðar, þar sem kylfingurinn faðmar kylfusvein sinn og fjölskylda hans ræður sér ekki fyrir gleðilátum.
Patrick Reed faðmaði kylfusvein sinn og kyssti síðan eiginkonu sína.

Patrick kyssir Justine eiginkonu sína eftir sigurinn á Masters risamótinu
En afgangurinn af fjölskyldu Patrick, foreldrar hans Bill og Jeannette og yngri systir hans Hannah, voru hvorki á Augusta National á sunnudaginn né á neinum öðrum tímapunkti mótsins.

Efst: Bill Reed ásamt syni sínum Patrick og Hönnuh. Neðri mynd t.v.: Jeanette ásamt Patrick sem ungabarni og t.h. Hannah systir Patrick Reed
Í grein á Golf.com ritaði Alan Shipnuck, golffréttapenni um þau fáu smáatriði sem vitað er um fjölskyldu Patrick Reed. Hann hefur ekkert samband við fjölskyldu sína og svo hefir verið allt frá árinu 2012 þegar hann giftist Justine Karain 22 ára. Foreldrum hans Bill og Jeannette fannst hann vera of ungur til að gifta sig. Patrick sleit öllu sambandi við þau og hefir ekki talað við þau síðan.
Málið er orðið svolítið flóknara síðan þá. T.a.m. gaf vinur Bill, Jeannette, og Hannah miða á Opna bandaríska á Pinehurst nr. 2 í Norður-Karólínu, en fjölskylda Patrick býr í Augusta. Þau mættu til að horfa á Patrick spila, en lögregla henti þeim út af golfvellinum að beiðni eiginkonu Patrick, Justine.
Árið 2016 skrifaði Justine á Facebook og kallaði Bill og Jeanette „sjúkt fólk“ og síðan ásakaði hún þau um að hafa beitt Patrick harðræði þegar hann var að alast upp. Hannah brást við þessu með sínum eigin skrifum á fésbókinni þar sem hún sagði Patrick bróður sinn vera „hræðilega ókunnugan“ og hann væri ekki sá sami og hann var eitt sinn.
Jafnvel þó foreldrar Patrick Reed og systir hans hafi ekki talað við hann í 6 ár héldu þau samt með honum gegnum allt Masters mótið. Þau voru saman komin í húsi í Augusta þegar hann spilaði lokahringinn og þegar sonur hennar sökkti lokapúttinu til þess að innsigla sigurinn brást Jeanette við á eftirfarandi máta sbr. Shipnuck:
„Hún átti erfitt með að ná andanum, tárin streymdu niður kinnar hennar og hún sagði „Ég trúi því ekki að sonur minn sé Masters meistarinn. Það er súrrealistískt,“ Þetta var svimandi blanda stolts og sársauka.„
Jeanette setur reglulega inn myndir af syni sínum á Facebook. Hún deildi einni sunnudagsmorguninn og skrifaði við myndina:
“Let’s do this Baby! GO PATRICK!” (Lauslega þýðing: „Gerum þetta vinur! Áfram Patrick!“
Á myndinni má sjá Patrick 3 eða 4 ára, það sem hann lítur yndislega út og heldur á kylfu, er í golfskóm, stuttbuxum og bindi í stíl. Eftir að hafa horft á Patrick sigra sl. sunnudag hefir hún sett þessa mynd í prófíl hjá sér.
Eftir að Patrick hafði fengið græna jakkann sinn spurði Shipnuck hann um fjölskyldu hans, sbr.:
„Ég spurði Patrick á blaðamannafundinum með meistaranum hvort það væri ekki sætsúrt að deila ekki þessari sigurstundu með foreldrum sínum og yngri systur. Svarið var: „Ég er bara hér til að spila golf og reyna að vinna golfmót.„
Hér er ekki öll sagan sögð og greinilega eitthvað meira á bakvið fjölskyldudeiluna, sem helst innan fjölskyldunnar og kannski er það bara best þannig. Eitt er þó alveg öruggt: Sættir meðal fjölskyldumeðlima virðast ekki vera í nánd í nánustu framtíð.
Bakland kylfinga skýrir ýmislegt í hegðun þeirra og framkomu og Patrick Reed e.t.v. að vinna mun stærri sigur en við vitum um.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
