Hvernig Howard Stern hjálpaði Keegan Bradley – Myndskeið
Sjónvarps- og útvarpsstjórnandinn Howard Stern, sem alla tíð hefir verið hvorutveggja í senn, vinsæll og umdeildur, varð 60 ára í gær.
Howard Stern spilar golf, en það má m.a. sjá hér þar sem hann slær 300 yarda dræv…. að eiginn sögn – en því miður var höggið tekið upp á vídeó og því komst hann ekki alveg upp með þessa hagræðingu sannleikans SMELLIÐ HÉR:
Einn er sá sem alla tíð hefir verið jákvæður í garð Howard Stern (margir þola hann ekki) en það er Keegan Bradley.
Í viðtali hjá Feherty á Golf Channel sagði Keegan þannig frá því hversu erfitt hefði verið að þvælast um í Ford Focus druslunni sinni milli móta í upphafi ferilsins – en bíllinn var þvílíkur skrjóður að líma þurfti baksýnisspeglanna með lími en þeir voru í stórhættu að detta af ef Bradley keyrði of hratt milli t.a.m. Georgia og Texas, þegar hann var að þvælast auralítill á mót.
Í viðtali Feherty við Bradley kom m.a. líka fram að fæstir gerðu sér grein fyrir því að til þess að spila í mótum á Hooters túrnum, sem er ein af minni golfmótaröðunum vestra, þurfa þátttakendur að greiða $ 1.200,- (u.þ.b. 140.000 íslenskar krónur) í hverri viku og til þess að taka þátt í úrtökumóti fyrir PGA Tour (nú er aðeins hægt að taka þátt í úrtökumóti fyrir Web.com Tour) þá er þátttökugjaldið $ 4.500,- (tja reiknið það sjálf það er u.þ.b. hálf milljón (500.000,-) íslenskra króna).
Þegar maður er auralítill og þarf þess utan að greiða himinhátt þátttökugjaldið í von um að vinna til verðlauna þá er pressan á viðkomandi kylfing gífurlega mikil ….. hann verður að standa sig annars tapar hann pening. En fátækir kylfingar eins og Bradley þurftu þar að auki að koma sér milli staða í ekki sem bestum farkostum og það gat tekið á taugarnar ….. sem aftur gat hugsanlega komið niður á spilamennskunni …. sem skapar oft vítahring spennu og stress, sem dregur úr líkunum á góðum árangri.
En Keegan Bradley var með ráð. Hann var með útvarp í bílnum og stillti alltaf á útvarpsþátt Howard Stern og það sagði hann að hefði á tímabili í ferli sínum bjargað geðheilsu hans, þar sem hann horfði og hlustaði alltaf á Howard Stern heima og þegar hann var á einhverjum flækingi róaði það hann að heyra í einhverju jafn „heimilislegu“ og Howard Stern. (Þetta fannst Feherty fyndið og flest öllum sem þekkja til þátta Howard Stern en hann er allt annað en „heimilislegur.“ )
Til þess að sjá Keegan Bradley í viðtali hjá Feherty talandi um Howard Stern SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


