Hvernig hinn 17 ára Ryan Ruffles hafði $ 5000 af Phil Mickelson
Ryan Ruffles, er 17 ára ástralskur kylfingur, sem gerðist atvinnumaður nú nýlega.
Nafn sem e.t.v. er gott að leggja á minnið!
Hann hafði $5,000 af Phil Mickelson og hérna er hvernig hann fór að því:
„Við fórum á 1. teig og það er ansi snemmt þennan morgun. Phil segir: „ég vil ekki þurfa að vakna svona snemma að morgni til til þess að spila fyrir minna en $2500.’”
Ruffles sagði blaðamanninum Matt Murnane hjá Sydney Morning Herald þessa sögu.
Mickelson bauð Ruffles „díl“ sem Ruffles vann síðan en díllinn var þannig að Mickelson myndi gefa Ruffles $5,000, ef hann ynni en Ruffles myndi skulda honum $2,500 þar til hann gerðist atvinnumaður.
Þeir fóru sem sagt í keppni og lögðu pening undir eins og svo margir áhuga- jafnt sem atvinnumenn gera; sumir spila um pylsur aðrir um „the green stuff“, þ.e. beinharða peninga.
Ruffles: „Hann var að baka mig og ég var nokkrum höggum á eftir honum en síðan tókst mér að ná fugli á 6 af síðustu 7 holunum og vinna hann (Phil Mickelson) með einu höggi og ég tók við peningunum af honum þannig að það var ansi svalt.“
Ruffles mun hefja atvinnumannsferilinn á PGA Tour með því að spila á Farmers Insurance Open.
Phil alltaf nice!!! Ekki allir sem gefa sig að nýliðum, hversu hæfileikaríkir sem þeir annars eru!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
