Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2016 | 11:00

Hvernig á kaddý Ólafíu að vera klæddur lokahringinn?

Í hvernig fötum á Kristinn Jósep, elsti bróðir Ólafíu Þórunnar að vera í kaddýstörfunum á lokahringnum í lokaúrtökumóti LPGA, með Ólafíu, sem hefst e. hádegi nú?

Hann er með valkvíða.

Annars vegar er um að ræða hvítar stuttbuxur og appelsíungulan bol og hins vegar svartar buxur með bláum bol.

Ekkert val er um der – Kristinn virðist hafa ákveðið að vera með hvítt Titleist der.

Kosning stendur yfir á Twitter síðu Golfsambands Íslands og sagt að blanda megi saman þ.e. að hann verði í svörtum buxum og appelsínugulum bol eða hvítum buxum og bláum bol.

Ef þið viljið taka þátt í atvinnugreiðslunni SMELLIÐ HÉR:

Þess ber að geta að Ólafía spilar í lokaráshópnum, sem fer út kl. 14:31 að íslenskum tíma.