Hver vinnur Opna breska?
Svona rétt fyrir 3. risamót ársins, Opna breska, eru vinsælar allskyns spár og spekúlasjónir um hver komi til með að standa uppi sem sigurvegari á sunnudaginn.
Er það leikmaður nr. 1 í Evrópu 2013, Henrik Stenson? Justin Rose, sem sigraði á Opna skoska s.l. helgi og Quicken Loans mótið 29. júní þar á undan og virðist vera sjóðandi heitur og að toppa sem stendur? Er það nr. 1 á heimslistanum Adam Scott? Er það þýski kylfingurinn Martin Kaymer sem reynir við 1/2 Slam eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegari Opna bandaríska? Eða hinn ungi Jordan Spieth, sem gekk svo vel á Masters? Rory, sem aftur virðist aftur vera kominn í gott form, eftir lægð á s.l. ári? Eða Tiger, sem sigraði í Hoylake 2006 eða Mickelson sem vann í fyrra og myndi vera að verja titil sinn?
Allt góðar ágiskanir og flestar spár eru blanda af einum eða fleiri af ofannefndum kylfingum. Veðbankar telja mestu líkur á sigri Adam Scott. En síðan er Opna breska einu sinni þannig að manni finnst oft einhver hafa sigrað sem komið hefir á óvart sbr. Louis Oosthuizen 2010 svo dæmi sé nefnt. Hann er kannski frábær kylfingur en nafn hans heyrðist ekki oft í spám um sigur!
Það er erfiðara að spá fyrir um hver gæti komið á óvart heldur en að velja þá augljósu hér að ofan. Spá Golf 1 um 10, sem gætu komið á óvart er eftirfarandi: 1) Bradley Neil, áhugamaður, sem sló Harald Franklín út í fjórðungsúrslitum á Opna breska áhugamanna. Það væri frétt til næsta bæjar ef áhugamanni tækist að sigra á Opna, en það sem Skotinn Neil hefir með sér er geysigóð æfing og þekking á linksurum, allt frá blautu barnsbeini. Svo er þetta eitthvað svo yndislega fjarlægt, að þetta er skemmtileg spá.
2) Lee Westwood, Matt Kuchar eða Jason Day – margfalt öruggari spá en sú hér að framan, kannski einum of „örugg spá“ til þess að hún rætist. Þessir þrír eiga það allir sameiginlegt að hafa aldrei unnið í risamóti og þá þyrstir í risatitil … Westwood er líka orðinn 41 árs þannig að þetta er svona einskonar „now or never“ dæmi fyrir hann, fyrir utan að hann vill vera öruggur um að spila í Ryder Cup. Jason Day hefir verið í 2. sæti á risamótum svo oft að kannski hans tími sé kominn. Svo hafa líka Ameríkani og Evrópubúi sigrað á fyrstu 2 risamótum ársins, er ekki aftur kominn tími á Ástrala – ef ekki Scott þá Day? Ja, eða Kuchar, sem virðist hafa jafnaðargeðið, þolinmæðina og brosið sem þarf á links velli?
3) Peter Uihlein. Í manni situr glæsihringur hans upp á 60 á Kingsbarns í fyrra á Alfred Dunhill, þar sem hann jafnaði vallarmetið á þessum gamla linksara. Uihlein er svona „golo“ náungi, sem getur komið á óvart á óvæntustu stundum og virðist líða vel á linksurum.
4) Anirban Lahiri. Væri ekki geggjað að fá indverskan meistara Opna breska? Það myndi sko koma á óvart! Boðið á Opna breska „eyðilagði“ líka brúðkaupsferð Lahiri, þannig að kannski finnst honum hann verða að gera eitthvað „extra“ til þess að finnast þetta allt saman hafa borgað sig þ.e. að draga hann úr hlýjunni á Madagaskar! Ketu skv. indverskri stjörnuspá er líka einkar hagstæð honum og Lahiri spáð ágætis gengi…. a.m.k. á Indlandi.
5) Jimmy Walker, Brendon Todd og Ben Martin. Þessum 3 hefir gengið frábærlega á PGA Tour á s.l. keppnistímabili og Walker sjóðandi heitur með 3 sigra og Todd með sigur á Byron Nelson. Martin er sá eini sigurlausi – en væri ekki ágætt að byrja á að sigra Opna breska? E.t.v. fáir sem spáð hafa í það að það eru næstum nákvæmlega 75 ár milli Ben Martin og nafna hans Hogan, sem ekki aðeins ber sama fornafn og Martin heldur eru báðir fæddir í águst. Hogan er einn af aðeins 4, sem sigrað hefir öll 4 risamótin og er í 4. sæti yfir þá sem sigrað hefir flest risamót eða 9 talsins. Martin er spáð svipuðum frama – kannski hann byrji núna á Opna breska.
6) Russell Henley. Bara …. af því hann er í uppáhaldi á Golf 1 og enginn er að spá honum góðu gengi á Opna breska. Það myndi koma á óvart ef hann sigraði!
Það verður gaman að sjá hvort ofangreindu 10 komast í gegnum niðurskurð eða a.m.k. hver þeirra stendur sig best!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
