Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2014 | 11:00

Hver er ljóskan í lífi Rory þessa dagana?

Eftir sambandsslit nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy við kærustu sína Caroline Wozniacki hefir mikið verið rætt og ritað um samband hans við hinar og þessar konur og er skemmst að minnast, módelsins Nadiu Forde, Sasha Gale, Meghan Markle og suður-afríska módelsins Shashi Naidoo, en sú síðastgreinda hefir komið fram og neitað að eitthvað sé milli hennar og Rory.  Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Það þótti grunsamlegt þegar Shashi sást keyra um á golfbíl með móður Rory á Rydernum, en eins og fram kemur í ofangreindri frétt ber hún allt nema vináttusamband við Rory af sér. Hún hafi bara verið að styðja lið Evrópu í Rydernum.

Nú er ný stúlka komin fram á sjónarsviðið, sem var ásamt móður Rory að fylgjast með honum í gær á Alfred Dunhill Links Championship (sjá mynd hér að ofan).  Írskir fjölmiðlar eru þegar farnir að nefna hana „the mystery blonde“ í lífi Rory, eða „dularfullu ljóskuna“ og vilja gjarnan komast að því hvort eitthvað er milli þeirra.

Spekúlerað er hvort stúlkan á myndinni með Rory hér að ofan sé sú sem hann heldur utan um hér að neðan:

„Mystery blonde" og Rory

„Mystery blonde“ og Rory

Dæmi hver fyrir sig.

Rory sjálfur hefir lítið viljað tjá sig um sambönd sín og margtuggið er að einkalíf hans sé hans einkalíf og komi engum öðrum við.

Hvað svo sem tuggið er minnkar það ekki áhuga áhangenda hans á einkalífi hans.

Það eina sem hafðist upp úr Rory nú s.l. mánuð er að golfið sé eina ástin í lífi hans eins og er og muni vera svo eitthvað áfram.