Hver er kylfingurinn: Vaughn Taylor?
Vaughn Joseph Taylor fæddist 9. mars 1976 í Roanoke, í Virginíu og verður því 40 ára eftir u.þ.b. mánuð.
Sem krakki fluttist Vaughn til Georgíu þar sem hann spilaði golf í menntaskóla, Hephzibah High. Vaughn spilaði síðan golf með næststærsta háskóla í Georgíu, Augusta State University og útskrifaðist þaðan með gráðu í viðskiptafræði (ens. business admisnistration) 1999.
Í dag býr Vaughn enn í Augusta, Georgíu með eiginkonu sinni, Leot Chen, en nálægt foreldrum sínum.
Vaughn og Leot giftu sig 10. desember 2011.

Þau Leot og Vaughn eiga 2 ára son Locklyn Vaughn Taylor.
Vaughn Taylor varð atvinnumaður í golfi 1999. Hann spilaði á fyrstu árum sínum sem atvinnumaður á Hooters og Nationwide túrunum og hlaut þar dýrmæta reynslu áður en hann spilaði fyrsta árið sitt á PGA Tour 2004.
Vaughn er því einn af þeim sem varla telst „nýr strákur á PGA Tour“.
Taylor sigraði 4 sinnum á Hooters 1 sinni á Nationwide Tour og 3 sinnum á PGA Tour, í fyrsta sinn 2004 á Reno-Tahoe Open og síðan varði hann titil sinn í mótinu 2005. Svo í gær kom fyrsti sigurinn í yfir 10 ár þegar hann sigraði á AT&T Pebble Beach Pro-Am.
Vaughn Taylor var í Ryder Cup liði Bandaríkjamanna 2006 og hefir efst komist meðal 40 efstu á heimslistanum.
Í dag eftir sigurinn á AT&T Pebble Beach Pro-Am er hann nr. 100 á heimslistanum, fór upp um 337 sæti milli vikna.
Heimild: PGA Tour og Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
