Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2019 | 17:00

Hver er kylfingurinn: Tyrrell Hatton?

Tyrrell Hatton sigraði í 4. sinn á atvinnumannsferli sínum á Evróputúrnum sl. sunnudag þ.e. á Turkish Airlines Open.

Hann er ekki alveg óþekkt nafn í golfheiminum, en heldur ekki sá þekktasti. Er að festa sig í sessi.

Hver er kylfingurinn kunna sumir að spyrja?

Tyrrell Hatton

Tyrrell Glen Hatton fæddist 14. október 1991 í High Wycombe, Buckinghamshire, í Englandi og er því 28 ára.

Sem áhugamaður fyrir 9 árum, aðeins 19 ára tók hann í fyrsta sinn þátt í risamóti þ.e. Opna breska 2010.

Besti árangur hans í risamótum er T-5 árangur, einmitt á Opna breska, árið 2016.

Áður en hann komst á Áskorendamótaröð Evrópu 2012 spilaði Hatton aðallega á PGA EuroPro Tour og Jamega Pro Golf Tour og hefir sigrað í móti á báðum mótaröðum.

Fyrsti sigur Hatton, sem atvinnumanns kom íWoodcote Park golfklúbbnum á Jamega Tour. Hann fylgdi þessu eftir með 2. sigri á Jamega Tour á Caversham Heath. Hatton sigraði á úrtökumótinu fyrir PGA EuroPro Tour árið 2012, en mótið fór fram í Frilford golfklúbbnum. Hann fylgdi þessu eftir með 2. sigri á Your Golf Travel Classic í Bovey Castle á sama keppnistímabili. Hann var valinn nýliði ársins 2012.

Hatton spilaði á Áskorendamótaröð Evrópu 2012 og 2013. Bestu árangrar hans þar voru T-2 árangrar á Kazakhstan Open og The Foshan Open árið 2013. Hann varð í 10. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar árið 2013 og komst þannig á Evróputúrinn.

Tyrell Hatton

Hatton náði strax þeim glæsilega árangri að verða T-2 á Joburg Open 2014, sem hefði veitt honum rétt til þess að spila á Opna breska 2014. Hann komst þó ekki þar sem hann deildi 2. sætinu og sá sem hærri er á heimslistanum kemst. Hann varð síðan T-4 á Aberdeen Asset Management Scottish Open, sem veitti honum þátttökurétt í mótinu.

Þann 9. október 2016 innsigldi Hatton fyrsta sigur sinn á Evróputúrnum á Alfred Dunhill Links Championship á St Andrews. Hann lauk keppni á 23 undir pari, 4 höggum bestur en Richard Sterne frá S-Afríku og Ross Fisher frá Englandi. Á lokahringnum var Hatton á 6 undir pari, 66 höggum og jafnaði vallarmetið á St. Andrews Old Course, með 62 á 3. hring. Eftir þann sigur stökk hann á topp-35 á heimslistanum eftir að hafa verið í 53. sæti.

Hatton strögglaði mestallt sumarið 2017, en var í sigurstöðu á British Masters, en eftir vonbrigða helgi lauk hann keppni T-8. Hann hlaut gagnrýni fyrir skap á vellinum og reynsluboltinn Gary Evans sagði Hatton „þroskast“ Hatton svaraði þessu viku seinna eftir að hafa varið titil sinn á Alfred Dunhill Links með því að segja: „Enginn er fullkominn.“ Hatton vann líka vikuna þar á eftir á Opna ítalska.

Í september 2019 komst Hatton í Ryder bikars lið Evrópu. Evrópa sigraði Bandaríkin 17 1/2 – 10 1/2 á Le Golf National fyrir utan París, í Frakklandi. Hatton stóð sig ágætlega me 1-2-0 árangur en tapaði í tvímenningi fyrir Patrick Reed.

Þann 10. nóvember 2019 sigraði Hatton síðan, eins og áður er minnst á á Turkish Airlines Open. Hann spilaði á 20 undir pari og endaði í 6 manna bráðabana sem hann vann á 4. holu og þar með líka verðlaunaféð fyrir 1. sæti $2,000,000 USD (u.þ.b. 250 milljónir íslenskra króna).