Hver er kylfingurinn: Tommy Fleetwood?
Enski kylfingurinn Tommy Fleetwood sigraði s.l. helgi á Abu Dhabi HSBC mótinu.
Hann er ekki meðal þekktustu kylfinga, þannig að ekki er skrítið þegar spurt er: Hver er kylfingurinn Tommy Fleetwood?

Thomas (Tommy) Paul Fleetwood fæddist í Southport, Merseyside á Englandi 19. janúar 1991 og er því nýorðinn 26 ára.
Hann átti frábæran áhugamannaferil þar sem hann sigraði m.a. 2009 á Scottish Amateur Stroke Play Championship og árið 2010 sigraði hann í English Amateur og varð í 2. sæti á 2008 Amateur Championship, the 2010 New South Wales Amateur og the 2010 Spanish Amateur sem og 2010 European Amateur.
Tommy var í liði Breta&Íra í Walker Cup 2009. Hann náði einnig hæst að verða í 3. sæti á R&A heimslista áhugamanna also og nr. 1 á Scratch Players World Amateur Rankings.
Í júlí 2010 varð Tommy í 2. sæti á eftir Daniel Gaunt í the English Challenge í 2. deildinni í Evrópu, Challenge Tour. Hann sigraði á the English Amateur í byrjun ágúst og gerðist atvinnumaður í golfi stuttu síðar og lék í fyrsta móti sínu sem atvinnumaður á Czech Open á Evróputúrnum, þar sem hann náði niðurskurði og hafnaði í 67. sæti. Í september 2011 sigraði hann í fyrsta sinn á Áskorendamótaröðinni þegar hann sigraði á the Kazakhstan Open og tryggði sér þar með kortið sitt á Evróputúrnum 2012.
Tommy Fleetwood gekk bara í meðallagi vel á fyrsta keppnistímabili sínu á Evróputúrnum en síðan gekk betur um haustið og hann hélt kortinu sínu með því að vera meðal efstu 10 í the South African Open, sem var síðasta mót hans það keppnistímabil.

Tommy Fleetwood sigurvegari Johnnie Walker Championship 2013
Í ágúst 2013, vann Tommy Fleetwood síðan fyrsta titil sinn á Evróputúrnum á Johnnie Walker Championship í Gleneagles. Hann sigraði í 3 manna bráðabana, með fugli á 1. holu og hafði þar betur gegn Stephen Gallacher og Ricardo González.
Þann 22. maí 2015 var Tommy Fleetwood með ótrúlega flottan albatross á par-5 4. holu the Wentworth Club á 2. hring BMW PGA Championship, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:
Það var síðan s.l. sunnudag, 22. janúar 2017 sem Tommy nældi sér í 2. titil sinn á Evróputúrnum, eins og áður er komið fram, þ.e. á Abu Dhabi HSBC Golf Championship, þar sem hann átti 1 högg á þá félaga Dustin Johnson og Pablo Larrazábal eftir glæsilokahring upp á 67 högg.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
