Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 06:00

Hver er kylfingurinn: Tom Hoge?

Nýliðinn Tom Hoge leiðir í hálfleik á PGA Tour mótinu Wyndham Championship ásamt sjálfum Tiger Woods.

Hver er eiginlega kylfingurinn Hoge?

Tom Hoge var sá 19. til þess að hljóta kortið sitt af 50 á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015.

Tom Hoge er fæddur í Statesville, Norður-Karólínu, 25. maí 1989 og er því 26 ára og er einn af þessu ungu og upprennandi, góðu kylfingum Bandaríkjanna.

Hoge er með gráðu (frá 2011) í endurskoðun og fjármálum frá Texas Christian University en Hoge spilaði með golfliði skólans í 4 ár.

Eftir útskrift í háskóla 2011, gerðist Hoge atvinnumaður í golfi. Þetta ár vann Hoge The Players Cup, sem er mót á kanadíska PGA Tour.

Mesta afrek Hoge í golfinu til þessa er einmitt að vinna þetta mót í Kanada, en sigurinn veitti honum m.a. færi á að spila í RBC Canadian Open mótinu, á PGA Tour.

Ýmislegt um Hoge:

Hann ferðast aldrei án tölvunnar sinnar.

Uppáhaldslið Hoge eru Texas Christian og síðan North Carolina í körfuboltanum.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur Hoge er Modern Family.“

Uppáhaldsskemmtikraftur Hoge er Rob Baird.

Uppáhaldsmatur Hoge er ís.

Hoge finnst gaman að fylgjast með íþróttamanninum Peyton Manning.

Twitter addressa Tom Hoger er: @hogegolf

Meðal golfsnakks í pokanum eru Nature Valley stangir.

Meðal þess sem Hoge á eftir að gera og er á stefnuskránni í framtíðinni er að klæðast græna jakkanum.