Hver er kylfingurinn: Teresa Lu?
Hver er eiginlega Teresa Lu, sú sem sigraði á Mizuno Classic nú í morgun á Kintetsu Kashikojima vellinum í Shima-Shi, Mie, í Japan?
Lu kemur frá Taipei í Taíwan og hefir síðustu ár algerlega fallið í skuggann á miklu frægari löndu sinni, fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Yani Tseng.
Lu er fædd 13. október 1987 og er því tiltölulega nýorðin 26 ára. Síðustu ár hefir hún búið sér heimili í Rancho Santa Fe í Kaliforníu og hún hefir spilað á LPGA frá árinu 2006, sem var fyrsta ár hennar á mótaröðinni. Hún talar virkilega góða ensku og breytti jafnvel nafni sínu þegar hún flutti til Bandaríkjanna, en hún hét áður Hsiao-Ching. Lu komst á LPGA í gegnum Q-school 2005, þegar hún varð í 22. sæti. Sigurinn á Mizuno Classic 2013 í Japan, er fyrsti sigur hennar LPGA.
Hún spilaði á mörgum mótum í Bandaríkjunum áður en hún flutti þangað. Þannig náði hún í fjórðungsúrslit á U.S. Girls’ Junior Championship 2003 og 2005 og lék til úrslita 2004. Lu varð í 17. sæti bæði í ’03 og ’04 U.S. Women’s Amateurs og spilaði eitt keppnistímabil 2005 á mótaröð American Junior Golf Association áður en hún gerðist atvinnumaður seinna það ár (2005).
„Árið 2005 fékk ég tækifæri til þess að koma til Bandaríkjanna til þess að spila golf“ rifjar Lu upp. „Það gerbreytti lífi mínu og er besta gjöf, sem ég hef nokkru sinni fengið.“
Lu er sem stendur nr. 65 á Rolex-heimslista yfir bestu kvenkylfinga heims, en ekki er ólíklegt að hún fari upp listann í næstu viku þegar nýr listi verður birtur.
Lu er pínulítil aðeins 1,62 á hæð en afar högglöng og eftir að hún flutti til Bandaríkjanna segist hún oft hafa verið kölluð „pretty eða cute“ þ.e. sæt.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024



