Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2011 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Sergio Garcia? 3/3 grein

Hér birtist 3. og síðasti hluti greinarinnar um Sergio Garcia:

Sergio  aftur í formi

García sneri aftur til keppni seint 2010 með nýtt púttgrip svokallað „málningarstroku“ eða „sagar“ grip og þetta skilaði honum betri árangri á flötunum. Eftir 36 holur var hann nærri því að leiða bæði á Transition Championship 2011 og Byron Nelson Championship 2011, en í bæði skiptin lauk helginni með því að hann var ekki að spila um vinningssæti.

Sergio García varð að draga sig úr Opna breska 2011 vegna sýkingar í fingri. Hann hafði upprunalega skipulagt að reyna að öðlast þátttökurétt á Opna bandaríska 2011, þar sem hann var fyrir utan topp 50 á heimslistanum og var ekki sjálfkrafa þátttakandi. Hann vann sér inn þátttökurétt á úrtökumóti sem haldið var nærri Memphis í Tennessee í Bandaríkjunum. Það framlengdi óslitna þátttöku  hans í 48 risamótum, allt aftur til ársins 1999. Sergío spilaði vel á öllum 4 hringjum Opna bandaríska og lauk keppni T-7, á -5 undir pari, samtals 279 höggum. Þetta var 17. skiptið á ferlinum sem hann var meðal topp 10 í risamóti.

Seint í júní 2011, lauk Sergio næstum vinningsleysi sitt allt aftur til ársins 2008, þegar hann tapaði 5. umspili sínu gegn landa sínum Pablo Larrazábal á BMW International Open. Sergio Garcia var í forystu eftir 11 holur á lokahringnum, eftir frábæran 6 holu kafla þar sem litu ljós 3 fugla og 2 ernir (6.-11. hola). Hins vegar gekk ekki vel á seinni hlutanum þar sem hann fékk 4 skolla á 5 holum, þannig að hann þarfnaðist fugls til þess að knýja fram umspil. Það tókst. í umspilinu fengu báðir keppendur fugla í röð á fyrstu 2 holunum (sem báðar voru par-5 brautir) og síðan pör á 3. og 4. holu (sem báðar voru par-3).  Á 5. holunni þurfti Sergio að setja niður 10 metra pútt fyrir sigri, en tilraun hans fór meter fram fyrir holu. Þar af leiðandi þurfti Larrazábal bara að setja niður 1 meters pútt fyrir sigri.  Þrátt fyrir þetta tryggði Sergio sér þátttökurétt á Opna breska 2011, sem haldið var á Royal St. George´s með 2. sæti sínu og stöðu á peningalista. Þetta þýddi að Sergio spilaði á 49 risamótum í röð, sem er lengsta röð þátttöku á risamótum. Sergio lauk keppni á Opna breska T-9, sem var besti árangur hans á 4 árum.  Hann spilaði líka í PGA Championship 2011, þar sem hann var T-12.

Í október 2011 lauk Sergio García loks sigurleysisgöngu sinni með glæsibrag, sigraði á tveimur mótum í röð Castelló Masters og Andalucía Masters, en seinna mótið var haldið á Club de Golf Valderama,  þar sem er einn erfiðasti golfvöllur í Evrópu. Hann vann landa sinn Miguel Ángel Jiménez með aðeins 1 höggi. Í kjölfarið er hann aftur kominn á topp-20 heimslistans, er sem stendur í 18. sæti.

Einkalíf

Sergio er piparsveinn sem keyrir um á Ferrari 260 Modena og Jagual XJ. Tvær frægustu fyrrum kærustur hans eru fyrrum nr. 1 í tennis, Martina Hingis, sem hjálpaði Sergio að fást við andlegu og tilfinningalegu hlið golfleiks síns og svo átti hann í sambandi við dóttur Greg Norman, Morgan-Leigh Norman.  Þrátt fyrir skilnað sinn frá Morgan eru hann og Greg að hanna nýjan golfvöll í San Antonio saman. Í fyrra var Sergio með stúlku sem bar sama eftirnafn og hann García (sjá mynd) og var henni þakkað að leikur hans snerist allt í einu til hins betra.  Nú hefir hann hins vegar sagt skilið við García og heitir nýja kærastan hans Nicole Horrex.

Meðal bestu vina Sergio eru fótboltaleikmaðurinn Diego Forlán frá Uruguay. Þeir kynntust í Castelló þar sem sá síðarnefndi var að spila fyrir Villareal. Eins eru Camillo Villegas og tennisstjarnan Rafael Nadal meðal náinna vina Sergio Garcia.

Heimild: Wikipedia