Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2017 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Sei Young Kim?

Það var Sei Young Kim sem sigraði í Lorenu Ochoa holukeppninni, sl. helgi, 7. maí 2017.

Sei Young Kim ásamt Lorenu Ochoa eftir sigur þeirra fyrrnefndu í holukeppni þeirrar síðuarnefndu

Sei Young Kim ásamt Lorenu Ochoa eftir sigur þeirra fyrrnefndu í holukeppni þeirrar síðuarnefndu

Kim fæddist í Seúl, Kóreu, 21. janúar 1993 og er því 24 ára. Hún byrjaði að spila golf af sjálfri sér þ.e. var ekki dregin í golfið af neinum; hún spilaði bara af einskærum áhuga. Kim á tvö systkini.

Hún spilar bæði á kóreanska LPGA (KLPGA)  og LPGA Tour í Bandaríkjunum.  Kim hefir sigrað 5 sinnum á KLPGA (á árunum 2013 og 2014) og 6 sinnum á bandaríska LPGA Tour.

Þannig sigraði Kim á Pure Silk-Bahamas LPGA Classic, árið 2015; á   LPGA Lotte Championship, árið 2015; á  The Blue Bay LPGA, árið 2015 eða þrívegis nýliðaár sitt á LPGA; og eins á  JTBC Founders Cup, 2016 og  the Meijer LPGA Classic, árið 2016.

Sei Young Kim eftir sigurinn á JTB Founder Cup 2016

Sei Young Kim eftir sigurinn á JTB Founder Cup 2016

Sjötti sigurinn kom nú um helgina, 7. maí 2017 þ.e. á Citibanamex Lorena Ochoa Match Play presented by Aeromexico and Delta eins og áður segir.

Meðal viðurkenninga sem Kim hefir hlotið er að árið 2015 var hún valinn nýliði ársins á LPGA Tour og eins hlaut hún viðurkenningu sama ár, þ.e. Kia Most Compelling Performance Award.

Sei Young Kim keppti fyrir hönd S-Kóreu í Ólympíuleikunum í Ríó 2016.

Sei Young Kim á Ólympíuleikunum

Sei Young Kim á Ólympíuleikunum

Sama ár var hún einnig fulltrúi S-Kóreu í UL International Crown.

Meðal áhugamála Kim er að hlusta á tónlist og lesa bækur.