Hver er kylfingurinn: Satoshi Kodaira?
Satoshi Kodaira (á japönsku: 小平 智) er fæddur 11. september 1989 og því 28 ára.
Kodaira spilar bæði á PGA mótaröðinni bandarísku og á japönsku golfmótaröðinni, Japan Golf Tour.
Meðan hann lék á japönsku mótaröðinni, sigraði Kodaira sex sinnum, þ.ám. tvívegis á japönskum risamótum; þ.e. Japan Golf Tour Championship Shishido Hills árið 2013 og Japan Open árið 2015. Kodaira á líka einn sigur í beltinu á Japan Challenge Tour á árinu 2012.
Fyrsti sigur Kodaira á PGA Tour kom nú um helgina á RBC Heritage, en þetta er bara í 15. skipti sem hann spilar á mótaröðinni. Hann 6 sex höggum á eftir forystumanni fyrir lokahringinn, en lék lokahringinn á glæsilegum 5 undir pari 66 höggum og sigraði á 12 undir pari líkt og Si Woo Kim, frá S-Kóreu og varð því að koma til bráðabana milli þeirra. Kodaira fékk fugl á 3. holu bráðabanans og sigraði því Si Woo Kim gat ekki jafnað við hann.
Með sigrinum á RBC Heritage fór Kodaira í 27. sæti heimslistans.
Besti árangur Kodaira í risamótunum fjórum er T-28 árangur á Masters nú í vor. Þar áður voru bestu árangrar hans T-46 á Opna bandaríska 2017 og T-48 á PGA Championship. Kodaira hefir ekki enn tekist að komast gegnum niðurskurð á Opna breska en hann tók þátt 2013 og 2016.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
