Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2022 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Sam Burns?

Sam(uel) Holland Burns varði í gær titil sinn á Valspar Open og var þetta 3. sigur hans á PGA Tour, á stuttum ferli.

Hver er þessi frábæri kylfingur?

Sam Burns er fæddur 23. júlí 1996 í Shreveport, Louisiana í Bandaríkjunum og því 25 ára. Foreldrar hans Beth og Todd vildu að hann spilaði í bandaríska fótboltanum og urðu fyrir vonbrigðum þegar Sam snéri sér að golfinu.

Sam Burns og eiginkona hans, Caroline

Helsti stuðningsmaður Sam alla tíð er eiginkona hans Caroline Campell, en þau hittust fyrst í kirkju þegar þau voru 5 ára, en byrjuðu ekki að deita fyrr í Louisiana State University, sem er einmitt í Shreveport (LSUS) og hafa nú verið gift í 3 ár (2019).

Sam spilaði með karlagolfliði LSUS í háskólagolfinu. Þar áður var Sam í Calvary Baptist Academy, en meðan hann var þar varð hann þrívegis ríkismeistari í golfi í Louisiana. Áhugamannsferill hans í golfinu var einnig að öðru leyti farsæll. Árið 2014 var hann útnefndur  AJGA Rolex Junior Player of the Year. Á 2. ári sínu í háskóla sigraði Sam Burns  4 sinnum í einstaklingskeppnum af 15 mótum sem hann tók þátt í það tímabil. Hann hlaut heiðursviðurkenninguna first-team All-American og var NCAA Division I Jack Nicklaus National leikmaður ársins 2016–17 tímabilið. Árið 2017 var Sam Burns í sigurliði Arnold Palmer Cup team og hann komst gegnum úrtökumót og fékk þátttökurétt á Barbasol Championship, þar sem hann sýndi strax að hann ætti heima á PGA mótaröðinni, en hann varð T-6 í mótinu.

Helstu sigrar Burns sem áhugamanns í golfi eru eftirfarandi:

2014 AJGA Rolex Tournament of Champions og Junior PGA Championship
2016 David Toms Intercollegiate og Sun Bowl Western Refining College All-America Golf Classic
2017 Louisiana Classics og NCAA Baton Rouge Regional

Sam Burns gerðist atvinnumaður í golfi 2017.

Í október 2017 spilaði Sam Burns í fyrsta sinn á PGA Tour sem atvinnumaður, en það var á Sanderson Farms Championship. Eftir að hafa lokið keppni T43 spilaði hann viku síðar á Shriners Hospitals for Children Open með T20 árangri. Burns tryggði sér spilarétt í 12 Web.com Tour mótum 2018 tímabilsins eftir að hafa orðið T10 á lokastigi Web.com Tour úrtökumótsins. Hann varð T2 á Colombía meistaramótinu í febrúar 2018. Burns varð T7 á Honda Classic með Tiger Woods sem spilafélaga sinn á lokahringnum, og þar með hlaut Burns spilarétt á Valspar Championship 2018, þar sem hann lauk keppni T12.

Sam Burns kyssir verðlaunabikarinn eftir sigur á Savannah Golf Championship 2018 – fyrsta sigur sinn sem atvinnukylfings

Sam Burns vann sinn fyrsta atvinnusigur á Savannah Golf Championship 2018 á Web.com Tour þegar hann fékk fugl á hverri af síðustu þremur holunum og átti 1 högg á Roberto Castro. Þar með tryggði Sam Burns  sér sæti á PGA Tour í lok 2018 Web.com tímabilsins.

Burns hefur leikið á PGA Tour frá upphafi tímabilsins 2018–19.

Í febrúar 2021 varð hann einn í þriðja sæti  á Genesis Invitational, einu höggi frá því að komast í bráðabana við þá Tony Finau og Max Homa, en Homa stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Burns var einn með forystu í lok hvers af fyrstu 3 keppnishringjum mótisins, en hélt ekki út á síðustu 9 holum mótsins með framangreindum afleiðingum.

Sam Burns eftir að hann sigraði í 1. sinn á PGA Tour á Valspar Championship 2021

Í maí á sama ári (2021) sigraði Burns í fyrsta sinn á PGA Tour. Það var á Valspar Championship. Hann lék lokahringinn á 68 og átti 3 högg á Keegan Bradley.  Tveimur vikum síðar endaði Burns í öðru sæti  á eftir K.H. Lee  á AT&T Byron Nelson mótinu.

Sam Burns eftir 2. sigur sinn á PGA Tour, þ.e. Sanderson Farms mótinu í október 2021

Þann 3. október 2021 vann Burns sinn annan PGA Tour titil á Sanderson Farms Championship í Jackson, Mississippi. Hann hóf lokahringinn einu höggi á eftir forystumanninum,  en tók forystuna jafnt og þétt og stakk síðan af á seinni 9, þar sem hann fékk m.a. 4 fugla á 5 holur.

Í gær, þann 20. mars 2022 varð Sam Burns síðan titil sinn á Valspar Championship, þegar hann hafði betur gegn Davis Riley í bráðabana. Þriðji titill Burns í höfn.

________________________

Annað um Sam Burns: Hann hefir verið ötull styrktaraðili  „Fill the Stadium“, framtaks Compassion International, en þar „er leitast við að veita börnum og fjölskyldum þeirra mat, lækningabirgðir og annars konar stuðning á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn stendur yfir.

Í aðalmyndaglugga: Sam Burns eftir að hafa varið titil sinn á Valspar Championship og 3. PGA Tour titill hans í höfn