Hver er kylfingurinn: Ryan Moore? (2/3)
Bandaríski kylfingurinn Ryan Moore sigraði nú um helgina á CIMB Classic mótinu í Malasíu.
Hér fer önnur grein af 3 til kynningar á Moore í greinaflokknum Hver er kylfingurinn?
Atvinnumennskan
Árið 2005
Ryan Moore gerðist atvinnumaður í golfi árið 2005. Meðal viðurkenninga Moore það árið voru Haskins Award, sem veitt eru þeim kylfingi sem skarar fram úr. Hann varð m.a. í 13. sæti í Masters og hlaut verðlaun fyrir að vera sá áhugamaður sem var með lægsta skorið og tryggði sér keppnisrétt í mótinu 2006. (Hann hafði reyndar áður spilað í The Masters 2003 og varð þá í 45. sæti aðeins 20 ára þ.e. komst í gegnum niðurskurð – sem er stórglæsilegt.
Lokamót Moore sem áhugamanns var árið 2005 í Opna bandaríska, sem þá fór fram á Pinehurst #2. Þar komst Moore í gegnum niðurskurð og varð T-57. Eftir það mót gerðist hann sem segir atvinnumaður í golfi og spilaði í boði styrktaraðila á fyrsta móti sínu sem atvinnumaður þ.e. Westchester Classic og varð T-51. Það að Moore gerðist atvinnumaður þýddi að hann gat ekki varið titil sinn frá árinu áður í U.S. Amateur og hlaut ekki keppnisrétt á Opna breska sem fram fór 2005 í vöggu golfsins St Andrews. Í ágúst 2005 hlaut Moore sérstaka undanþágu til að spila á PGA Tour eftir að hann varð T-2 á Canadian Open í Vancouver, Kanada.
Árið 2005 spilaði Moore því að undanþágum eða í boði styrktaraðila og vann sér inn $686,250 í bara 14 PGA Tour mótum sem hann gat tekið þátt í. Þetta gerði það að verkum að hann varð jafn þeim sem varð í 113. sæti á peningalista PGA Tour og varð hann þar með fyrsti kylfingurinn frá Tiger Woods árið 1996 til þess að fara beint úr háskóla á PGA Tour án þess að þurfa að fara í nein úrtökumót. Aðeins örfáum kylfingum hefir tekist þetta frá árinu 1980 en hinir eru: Gary Hallberg, Phil Mickelson, og Justin Leonard.
Þar sem Moore var ekki á PGA tour varð hann að hljóta meira verðlaunafé en sá sem varð í 125. sæti á peningalistnum 2005 til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour fyrir 2006 keppnistímabilið og honum tókst það sem sagt.
Staða Moore á heimslistanum snarbatnaði árið 2005 en hann fór í 718. sætinu í ársbyrjun og var kominn í 142. sætið í árslok 2005.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

