Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2017 | 08:30

Hver er kylfingurinn: Russell Henley? (1/1)

Russell Henley sigraði nú s.l. helgi í 3. skipti á PGA Tour (nú á Shell Houston Open, síðasta mótinu fyrir Masters) en lítið hefir borið á Henley undanfarin misseri.  Sigurinn kom 2. mars alveg eins og fyrir 3 árum þegar hann sigraði 2. mars 2014 á Honda Classic mótinu, eftir bráðabana við þá Rory McIlroy, Ryan Palmer og nafna sinn Russell Knox.  Annar mars er því einhver alsherjar lukkudagur hjá Henley!!!

Þar áður var Henley búinn að sigra 14. mars 2013 á Sony Open, en það var í fyrsta sinn sem hann spilaði á PGA Tour sem fullgildur félagi og hann er sá eini í golfsögunni til þessa sem sigrað hefir í fyrsta móti sínu á PGA Tour. Hann er því fyrsti kylfingurinn á PGA Tour til þess að sigra í fyrsta mótinu sem hann tekur þátt í á PGA mótaröðinni, sem fullgildur félagi og það gerði hann með stæl því hann bætti gamla heildarskorsmetið á Sony Open um 4 högg 2013! Auk þess var þetta á þeim tíma 2. lægsta heildarskor í allri sögu PGA Tour. Aðeins Tommy Armour var með 2 höggum lægra heildarskor á Valero Texas Open, 2003.

Russell Henley eftir sigurinn á Sony Open 2013 - Hann sigraði á fyrsta PGA Tour mótinu sem hann spilaði í!!!

Russell Henley eftir sigurinn á Sony Open 2013 – Hann sigraði á fyrsta PGA Tour mótinu sem hann spilaði í!!!

Hver er þessi 27 ára ljóshærði golfengill?

Russell Henley fæddist 12. apríl 1989 í Macon, Georgíu og er því 24 ára . Hann er sonur Chapin og Sally Henley og á 1 bróður. Henley býr í Charlston í S-Karólínu.  Russel spilaði golf með University of Georgia í 4 ár og hlaut m.a. hin virtu Haskins Award fyrir að vera besti kylfingurinn í bandaríska háskólagolfinu. Til þess að sjá golfafrek Russell Henley í háskóla SMELLIÐ HÉR

Henley spilaði m.a. í Opna bandaríska risamótinu 2010 og var (ásamt Scott Langley) á lægsta skori áhugamanna. Hann spilaði á 2 mótum á Nationwide Tour 2010: the Nationwide Children’s Hospital Invitational og the Stadion Athens Classic í UGA.

Árið þar á eftir sigraði hann í Stadion Classic at UGA á the Nationwide Tour og var það fyrsti sigur hans af 3 á þeirri mótaröð (sem í fyrra hlaut nýtt nafn Web.com Tour).

Russell útskrifaðist 2011 frá University of Georgia með gráðu í hagfræði og strax það ár gerðist hann atvinnumaður í golfi. Keppnistímabilið 2011-2012 spilaði hann á Web.com Tour þar sem hann sigraði tvívegis. Hann hóf keppnisferil sinn á Soboba Golf Classic í september 2011. Ári síðar í september 2012, vann Henley á Chiquita Classic, þar sem hann sigraði Patrick Cantlay og Morgan Hoffmann í umspili. Eins vann hann í mánuðnum þar á eftir (21. október 2012) á Winn-Dixie Jacksonville Open og aftur eftir umspil, í þetta sinn við BJ Staten.

Á árinu 2013 spilaði Henley í 24 mótum á PGA Tour og komst 17 sinnum í gegnum niðurskurð og vann sér inn rúmar $ 2 milljónir í verðlaunafé.

Já, Russell Henley er svo sannarlega að festa sig sem einn af bestu leikmönnum á bandarísku PGA mótaröðinni!!!

Svona í lokin og kannski á meira persónulegum nótum er rétt að geta nokkurra fróðleiksmola um Russell Henley:

Henley segir að sér finnist skemmtilegast í golfinu að setja niður löng pútt og hann átti m.a. þetta glæsilega 15 metra fuglapútt þegar hann sigraði 2014 á Honda Classic – Til að sjá púttið  SMELLIÐ HÉR:

Henley finnst skemmtilegast utan golfsins að fara og hlusta á tónlist live.

Hann segir að Augusta National og Pebble Beach séu uppáhaldsvellir sínir, sem hann hafi spilað. Honum langar mikið til að spila á Cypress Point.

Uppáhaldslið Henley eru Georgia Bulldogs (íþróttalið háskóla Henley, University of Georgia og Atlanta Braves (hafnarboltalið).

Uppáhaldssjónvarpsþáttur hans er „Family Guy,“ og Kid Rock er uppáhaldstónlistarmaður hans.

Henley finnst skemmtilegasta borgin vera Monterey í Kaliforníu og Destin í Flórída er uppáhaldsfrístaður hans.

Uppáhaldsfrístaður Henley er Destin í Flórída …. og það er alveg hægt að taka undir með honum þar…. staðurinn er í einu orði FRÁBÆR!!!

Henley er eins og allir góðir golfarar hjátrúarfullir og meðal hjátrúar hans er að tala aldrei um skor á hring.

Í draumahollinu hans myndu vera Kid Rock, Dave Grohl og Andres Gonzales.

Meðal þess sem Henley langar til þess að gera í framtíðinni er fallhlífarstökk, að koma til Ítalíu og að sigra á Masters. Skyldi honum takast þetta þrennt á árinu?

Henley hefir starfað sem sjálfboðaliði fyrir Macon Volunteer Clinic, sem veitir þurfandi í heimabæ Henley, Macon læknisaðstoð.

Svona í lokinn þá er vert að geta þess að Russel Henley er kvæntur málaranum Teil Duncan en þau gengu í það heilaga 30. október 2015.

Eiginkona Russell Henley - málarinn Teil Duncan

Eiginkona Russell Henley – málarinn Teil Duncan