Hver er kylfingurinn: Romain Wattel?
Romain Wattel vann í gær, 17. september 2017, sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröð karla, þegar hann sigraði á KLM Open.
Wattel er fæddur 10. janúar 1991 og því 26 ára. Hann er 1,75 m á hæð og 73 kg.
Hann hefir spilað golf frá unga aldri, en vakti e.t.v. fyrst athygli á sér þegar hann sigraði á hinum geysisterka unglingamóti í Flórída, Orange Bowl International Championship, sem að venju fer fram á golfvelli Biltmore hótelsins fræga í Coral Gables, í desember mánuði ár hvert. Sú sem sigraði í stúlknaflokki á sama tíma og Romain, er núverandi nr. 3 á Rolex-heimslista kvenna, Lexi Thompson.

Margir íslenskir afrekskylfingar hafa keppt á Orange Bowl m.a. Ragnar Már Garðarsson, GKG, 2012.
Örlitlu fyrr um haustið 2010, varð Wattel aðeins 5. áhugamaðurinn til þess að sigra á Áskorendamótaröð Evrópu, þegar hann sigraði á Allianz EurOpen Strasbourg. Þetta var 2. sigur áhugamanns á Áskorendamótaröð Evrópu það árið, en hinn áhugamanns sigurvegarinn var hinn danski Andreas Hartø, sem sigraði á móti, mótaraðarinnar tveimur vikum fyrr
Wattel gerðist atvinnumaður í nóvember 2010. Hann hefir síðan þá spilað á Evróputúrnum, þar sem besti árangur hans til gærdagsins var 2. sætið 2012 á Omega European Masters og á Trophée Hassan II mótinu í Marokkó 2015.
Wattel varð í 28. sætinu á stigalista Evróputúrsins, Race to Dubai, árið 2014. Þar með hlaut hann m.a. þátttökurétt á Opna breska 2015, þar sem hann komst hins vegar ekki í gegnum niðurskurð.
Wattel tók þátt í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska 2016 og komst á risamótið, þar sem hann náði bestum árangri sínum á risamóti til þessa, 63. sætinu.
Svo núna í gær vann Wattel fyrsta sigur sinn á Evróputúrnum, á KLM Open, þar sem hann átti 1 högg á kanadíska kylfinginn Austin Connelly.
Sigurskor Wattel á KLM Open var 15 undir pari, 269 höggum (69 67 64 69).
Wattel er svona hægt og sígandi að festa sig á Evrópumótaröðinni, en sigurinn í gær tryggir honum m.a. fullan þátttökurétt á Evróputúrnum á næsta ári, 2018.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
