Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2017 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Renato Paratore?

Renato Paratore sigraði á móti Evrópumótaraðarinnar í sl viku, Nordea Masters.

Paratore er sá 3. yngsti í sögu Evrópumótarraðarinnar til þess að komast á Evrópumótaröðina í gegnum Q-school var aðeins 17 ára og 341 daga ungur, þegar hann flaug í gegn varð sem segir í 3. sæti í lokaúrtökumótinu og spilar nú á Evrópumótaröðinni, keppnistímabilið 2014-2015.

Lokaúrtökumótið var fyrsta mót Paratore sem atvinnumanns í golfi.

Aðeins nokkrum dögum síðar vann Paratore ítalska PGA meistaramótið (ens. Italian PGA Championship) á glæsilegan hátt þar sem hann átti stórglæsilegan lokahring upp á 62 högg í San Domenico Golf áður en hann sigraði fyrrum nr. 1 á Áskorendamótaröðinni Andrea Pavan í bráðabana.

Birgir Leifur okkar Hafþórsson spilaði einnig í lokaúrtökumótinu en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni.

Renato Paratore fæddist 14. desember 1996 í Róm, Ítalíu og er því nýorðinn 18 ára. Hann byrjaði í golfi með mömmu sinni 8 ára eftir að fjölskylduvinur vakti áhuga hans á golfinu.

Hann komst fljótt að því að hann var náttúrutalent en hann braut parið aðeins 13 ára. Hann átti brillíant áhugamannaferil þar sem hann var m.a. 2 sinnum í Junior Ryder Cup.

Renato Paratore, sigraði m.a. Harald okkar Franklín Magnús, GR í Opna breska áhugamannamótinu í 16 manna úrslitum 2013, aðeins 16 ára.

Eins vann hann eitt sterkasta áhugamannamót í golfi í Boys Junior Orange Bowl Championship í Miami, 2013, nýorðinn 17 ára.

Ennfremur tók Paratore þátt í Portuguese Amateur Championship, árið 2014 og sigraði á Ólympíuleikum ungmenna í golfi, en mótið fór fram 19.-28. ágúst 2014 í Nanjing í Kína.

Fyrir utan golfið eru áhugamál Paratore tónlist, kvikmyndir og í raun allar íþróttir.

Paratore er dyggilega að feta í fótspor landa síns Matteo Manassero, en þeir tveir hafa m.a. hittst í æfingabúðum ítalska landsliðsins í golfi.