Hver er kylfingurinn: Renato Paratore?
Renato Paratore sigraði á móti Evrópumótaraðarinnar í sl viku, Nordea Masters.
Paratore er sá 3. yngsti í sögu Evrópumótarraðarinnar til þess að komast á Evrópumótaröðina í gegnum Q-school var aðeins 17 ára og 341 daga ungur, þegar hann flaug í gegn varð sem segir í 3. sæti í lokaúrtökumótinu og spilar nú á Evrópumótaröðinni, keppnistímabilið 2014-2015.
Lokaúrtökumótið var fyrsta mót Paratore sem atvinnumanns í golfi.
Aðeins nokkrum dögum síðar vann Paratore ítalska PGA meistaramótið (ens. Italian PGA Championship) á glæsilegan hátt þar sem hann átti stórglæsilegan lokahring upp á 62 högg í San Domenico Golf áður en hann sigraði fyrrum nr. 1 á Áskorendamótaröðinni Andrea Pavan í bráðabana.
Birgir Leifur okkar Hafþórsson spilaði einnig í lokaúrtökumótinu en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni.
Renato Paratore fæddist 14. desember 1996 í Róm, Ítalíu og er því nýorðinn 18 ára. Hann byrjaði í golfi með mömmu sinni 8 ára eftir að fjölskylduvinur vakti áhuga hans á golfinu.
Hann komst fljótt að því að hann var náttúrutalent en hann braut parið aðeins 13 ára. Hann átti brillíant áhugamannaferil þar sem hann var m.a. 2 sinnum í Junior Ryder Cup.
Renato Paratore, sigraði m.a. Harald okkar Franklín Magnús, GR í Opna breska áhugamannamótinu í 16 manna úrslitum 2013, aðeins 16 ára.
Eins vann hann eitt sterkasta áhugamannamót í golfi í Boys Junior Orange Bowl Championship í Miami, 2013, nýorðinn 17 ára.
Ennfremur tók Paratore þátt í Portuguese Amateur Championship, árið 2014 og sigraði á Ólympíuleikum ungmenna í golfi, en mótið fór fram 19.-28. ágúst 2014 í Nanjing í Kína.
Fyrir utan golfið eru áhugamál Paratore tónlist, kvikmyndir og í raun allar íþróttir.
Paratore er dyggilega að feta í fótspor landa síns Matteo Manassero, en þeir tveir hafa m.a. hittst í æfingabúðum ítalska landsliðsins í golfi.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
