Hver er kylfingurinn: Pat Perez?
Pat Perez sigraði nú í fyrsta sinn frá árinu 2009 á PGA Tour, þ.e. á móti vikunnar OHL Classic, sem fram fór í Mayakoba í Mexíkó.
Pat Perez er fæddur í Phoenix, Arizona, 1. mars 1976 og er því 40 ára. Perez er af mexíkönskum ættum og var því hálfpartinn á heimavelli á Mayakoba, þar sem hann vann fyrsta titil sinn í 7 ár.
Þetta er 2. sigur hans á PGA Tour, en fyrri sigur hans kom 2009 á the Bob Hope Classic. Hann hefir tvívegis verið í 2. sæti á PGA Tour mótum.
Besti árangur Perez á heimslistanum var 49. sætið árið 2009.
Þann 22. janúar 2009 lauk Perez fyrstu 36 holurnar á Bob Hope Classic á skori upp á 20 undir pari, 124 höggum, sem er lægsta skor í sögu PGA Tour á 2 hringjum. Með þessu setti Perez líka önnur met t.a.m. jafnaði hann metið (124) á 2 hringjum í röð. Þann 24. janúar náði Steve Stricker seinna metinu af honum þ.e. á 2 hringjum í röð þegar hann lék á samtals 123 höggum (á 3. og 4. hring) (61-62). Perez sigraði á Bob Hope Classic og átti þar 3 högg á John Merrick; en hann tryggði sér sigurinn á eftirminnilegan hátt þegar hann sló 2. högg sitt af 200 yördum innan við meter frá pinna og lauk keppni með erni og innsiglaði þar með fyrsta PGA Tour sigurinn með stæl.
Perez „tók líka þátt“ í öðru meistaramóti en nágranni hans er hafnaboltaleikmaðurinn Pat Burrell og því er Perez mikill stuðningsmaður Philadelphia Phillies. Í viðtali 2010 sagði hann m.a.: „Ég var hluti af þessu (2008) sigurliði (sem vann the World Series) vegna þess að ég þekki alla strákana, ég var með búningsskápinn minn þarna og ég kom og var með þeim öllum stundum. Ég studdi þá eins og ég væri einn í liðinu.“
Aðspurður hvort hann notaði skápinn við æfingar á vorinn svaraði hann: „Nei. Ég sló bolta með Jimmy Rollins, eða fór á völlinn og æfði hafnabolta með honum, hvað sem er. Ég var eins go einn af liðinu á þessu ári.“ Svo þegar Burrell fór eftir 2008 tímabilið og gerði samning við Tampa Bay Rays, sagði Perez fréttirnar „verri en að meiðast.“
Hann hefir samt reynslu af meiðslum, en Pat Perez hefir ekkert getað spilað mest allt 2015-2016 keppnistímabilið því hann undirgekkst skurðaðgerð á öxl.
Hann sigraði síðan í gær, 13. nóvember 2016 fyrsta titil sinn síðan 2009 á OHL Classic í Mayakoba.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
