Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2011 | 14:00

Hver er kylfingurinn: Paige MacKenzie?

Paige MacKenzie fæddist 8. febrúar 1983 í Yakima, Washington og er því 28 ára.  Hún byrjaði að spila golf 3 ára gömul og segir foreldra sína og bróður Brock (sem spilar á Nationwide túrnum og var eitt sinn í Walker Cup) hafa haft mest áhrif á að hún byrjaði í golfi.  Meðal áhugamála Paige er að horfa á íþróttir og lesa. Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun og er með góðan styrktarsamning við Nike.

Paige MazKenzie

Paige útskrifaðist 2001 úr Eisenhower High School þar sem hún var  first-team All-Big-9 selection öll 4 ár sín í menntaskóla. Hún var útnefnd stúlkna kylfingur ársins árið 2000 (ens.: Girl Golfer of the Yea) bæði af Washington Junior Golf Association og Pacific Northwest Golf Association. Fram að því að Paige útskrifaðist úr menntaskóla hafði hún landað 5 topp-10 niðurstöðum á mótum á landsvísu og unnið 1 mót.

Í háskólagolfinu

Paige Mackenzie hélt hinum árangursríka áhugamannaferli sínum áfram í University of Washington í Seattle, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2006 með BA gráðu í viðskiptafræði.  Hún varð 22 sinnum meðal topp 10 á háskólaárum sínum og er hún í 1. sæti á All-time lista Huskies. Þar að auki var Paige 1 af 8 fulltrúum Bandaríkjanna í Curtis Cup 2006.  Meðan hún var enn áhugamaður náði hún besta árangri sínum í risamótum til þessa þ.e. á US Women´s Open mótinu 2005.  Það varð til þess að hún var tilnefnd kvenkylfingur ársins 2005 af Pacific Northwest Golf Association. Hún vann bæði höggleik og holukeppni í Trans National Championship 2005. Lokaár sitt í háskóla var hún í efsta sæti á lista Golfweek yfir áhugamenn í Bandaríkjunum.

Atvinnumennskan

Paige Mackenzie gerðist atvinnumaður í golfi í september 2006 og fékk undanþágu til að spila á 2007 keppnistímabili LPGA þegar hún landaði T-12 árangri á Q-school í desember 2006.

Hún varð þrívegis meðal topp 25 á 2008 keppnistímabilinu þ.á.m. í 23. sæti í Corona Morelia Championship, í 22. sæti í  The P&G Beauty NW Arkansas Championship styrkt af John Q. Hammons og  T-24 í Safeway Classic. Mackenzie hóf 2008 tímabilið á því að sigra Sharp Open á Cactus Tour (sömu mótaröð og Tinna okkar Jóhannsdóttir hóf atvinnumennskuferil sinn á).

Í fyrra var besti árangur Paige T-34 á Kraft Nabisco Championship og í ár T-43 á RR Donnelley LPGA Founders Cup.

Heimild: Wikipedia