Hver er kylfingurinn: Nasa Hataoka?
Sigurvegari móts vikunnar á LPGA, Walmart mótinu, er kylfingurinn Nasa Hataoka, sem er frá Ibaraki í Japan.
Hún er nánast óþekkt, en vakti athygli á sér fyrir að sigrað á síðasta úrtökumóti fyrir LPGA.
Hver er kylfingurinn kunna sumir að spyrja?
Nasa Hataoka er fædd 13. janúar 1999 og var því 19 ára, 5 mánaða og 11 daga þegar hún sigraði á fyrsta LPGA móti sínu.
Hataoka gerðist atvinnumaður í golfi 2016/2017, en á því tímabili var einnig nýliðaár hennar á LPGA.
Með sigri sínum á Walmart mótinu verður er Hataoka fyrsti nýliðinn sem sigrar á LPGA móti á þessu keppnistímabili, sem gefur henni m.a. góðan sjéns á að verða valin nýliði ársins.
Með sigrinum fer hún m.a. úr 24. sæti stigalista LPGA í 8. sætið og er komin með 1273 stig.
Með 1. sigrinum á LPGA vann þessi 19 ára japanska stelpa sér inn $ 300.000 (þ.e. u.þ.b. 30 milljónir íslenskra króna).
Hún hefir þar með unnið sér inn u.þ.b. 64 milljónir íslenskra króna og um 68 milljónir íslenskra króna á öllum ferli sínum.
Hataoka hefir spilað í 13 mótum og 11 sinnum náð niðurskruði, hefir unnið sér inn um 64 milljónir íslenskra króna og er þegar búin að landa fyrsta sigrinum og hefir þar að auki orðið 4 sinnum meðal efstu 10. Glæsilegur árangur það!
Besti árangur Hataoka fram að þessum sigri var T-2 árangur á 2018 Kingsmill Championship presented by GEICO.
Hataoka er fyrsti japanski kvenkylfingurinn sem sigrar á LPGA frá því að Haru Nomura sigraði í fyrra, 2017, á Volunteers of America Texas Shootout.
Nú þegar á þessu keppnistímabili hafa kylfingar frá 8 mismunandi löndum sigrað á LPGA: Kórea (5 sigrar), Bandríkin (4 sigrar), Thaíland (3 sigrar), Ástralía (1 sigur), Kanada (1 sigur), Japan (1 sigur), Nýja Sjáland (1 sigur) og Svíþjóð (1 sigur).
Hataoka er nr. 2 í Team Japan sem keppa mun á 2018 2018 UL International Crown.
Með sigrinum er Hataoka líka búin að tryggja sér sæti á 2019 Diamond Resorts Tournament of Champions!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
