Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2012 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Nancy Lopez? Seinni hluti

Ferill Nancy Lopez eftir 1990

Meiðsl og fjölskylduábyrgð takmörkuðu þátttöku Nancy Lopez í mótum tíunda áratugsins, þ.e. eftir 1990, en það ár fæddist 3. barn hennar (dóttir) þó hún hafi sigrað í 6 mótum á 10. áratugnum, síðast 1997, þá 40 ára að aldri. Meðal athyglisverðasta árangurs hennar árið 1997 var þó þegar hún varð í 2. sæti á US Open, en hún varð fyrsta konan til  að spila hvern hinna 4 keppnishringina á skori sem var 60 og eitthvað, þ.e. undir 70). Engu að síður tapaði hún fyrir Alison Nicholas. Nancy fékk inngöngu í frægðargolfhöll Georgiu 1998 og frægðaríþróttahöll Georgia, árið 2002.

Nancy var í liði Bandaríkjanna, sem keppti um Solheim Cup áirð 1990 og var fyrirliði liðsins árið 2005.

Nancy Lopez dró sig í hlé frá LPGA-mótaröðinni í lok ársins 2002 og hafði þá sigrað á 48 mótum (sem er 6. besti árangur kvenkylfings) og hafði unnið sér inn $ 5.310.391 í vinningsfé (sem er 12. besti árangur kvenkylfings).

Nancy Lopez reyndi endurkomu í golfið áirð 2007 og 2008. Fyrra árið spilaði hún á 6 mótum en komst ekki í gegnum niðurskurð í neinu þeirra og náði aðeins að spila undir 80 í 3 af 12 hringjum. Árið eftir (2008) spilaði hún í 3 mótum og þá var lægsta skor hennar 76 högg og hún komst ekki í gegnum niðurskurð.

 

Ýmis verkefni Nancy Lopez

Jafnvel þótt Nancy Lopez væri ákafur keppnismaður, þá var hún einnig þekkt fyrir kurteisa framkomu sína gagnvart aðdáendum og öðrum keppendum. Hún var og er drífandi kraftur í að lyfta vinsældir kvennagolfsins á þann stall, sem hann er á í dag. Á ferli sínum var hún einnig ákafur talsmaður kvenréttinda og málefna Latínóa (manna sem eiga rætur í Suður-Ameríku) í Bandaríkjunum.

Á hverju ári fer fram góðgerðargolfmót í nafni Nancy Lopez,  the Nancy Lopez Hospice Golf Classic, í Albany, til stuðnings Albany Community Hospice, jafnframt sem hún stendur fyrir öðru árlegu móti í  Stockbridge til stuðnings Winshape, sem eru samtök stofnuð af eiganda Chick-fil-A, Truett Cathy en ágóðinn rennur til þess að sjá börnum fyrir fósturheimilum.

Fyrirtæki hennar, Nancy Lopez Golf, framleiðir línur af kvenkylfum og aukahlutum fyrir kvenkylfingin. Af og til starfar Nancy Lopez í dag sem golfsjónvarpsfréttakona.

 

Viðurkenningar, sem Nancy Lopez hefir hlotið

Nancy Lopez er eina konan sem valin hefir verið LPGA nýliði ársins, kvenkylfingur ársins, var efsta kona á peningalistanum og sigraði Vare Trophy allt á sama ári (1978).

Nancy var einnig í 1. sæti á peningalistanum 1979 og 1985. Hún var  valin kvenkylfingur ársins 1979, 1985 og 1988 og GWAA kvenkylfingur ársins, 1978, 1979 og 1985. Aðrar viðurkenningar sem Nancy Lopez hefir hlotið eru LPGA William og Mousie Powell Award, árið 1987; Flo Hyman Memorial Award, árið 1992; USGA Bob Jones Award, 1998 og Old Tom Morris Award, árið 2000.

Almennt er litið á Nancy Lopez, sem einn af bestu kvenkylfingum golfsögunnar á ofanverðum 8. og á  9. áratug síðustu aldar, þ.e. einkum á árunum 1978-1990.

Heimild: The New Georgia Encyclopedia og Wikipedia