
Hver er kylfingurinn: Momoko Ueda?
Momoko Ueda (á japönsku: 上田 桃子) fæddist 15. júní 1986, í Kumamoto, Japan og er því 25 ára. Hún varð árið 2007, þá 21 árs, yngsti kylfingurinn í sögu japönsku LPGA (skammst.: JLPGA) mótaraðarinnar til þess að verða efst á peningalistanum þar í landi. Nú sem stendur spilar Momoko á bandarísku LPGA mótaröðinni. Hún á að baki 2 sigra á bandaríska LPGA og 9 sigra á japanska LPGA.
Áhugamannaferill Momoko
Momoko byrjaði að spila golf 9 ára og fékk inngöngu í hinn virta Sakata skóla 10 ára. Í 23 áhugamannamótum sem hún tók þátt í var hún meðal 10 efstu, 15 sinnum, þ.á.m. vann hún 3 sinnum og var 5 sinnum í 2. sæti.
Atvinnumannsferill Momoko
Momoko gerðist atvinnumaður í ágúst 2005 (þá 19 ára) og vann nýliðabikar JLPGA það árið. Árið 2006 varð hún í 4 sæti í tveimur mótum JLPGA og var T-9 í Mizuno Classic, sem er sameiginlegt mót bandaríska og japanska LPGA.
Það var árið 2007, sem Momoko blómstraði á JLPGA, sigraði 5 sinnum, varð 6 sinnum í 2. sæti og var 1 sinni í 3. og 1 sinni í 5. sæti. Hún var fulltrúi Japan í Heimsbikarnum (ens.: World Cup) og spilaði í risamóti kvennagolfsins Women´s British Open í St. Andrews. Í apríl 2007 vann hún the Life Card Ladies í heimabæ sínum, Kumamoto. Hún sigraði líka Resort Trust Ladies og Stanley Ladies og varð í 2. sæti í Fujitsu Ladies áður en hún tók Mizuno Classic mótið í nóvember 2007. Hápunktur mótsins var albatross sem hún fékk og er sá 28. í allri sögu LPGA mótaraðarinnar yfir albatrossa sem fást í mótum. Hún varð fyrsti sigurvegrinn frá Japan í 9 ár og 16. kylfingurinn, sem ekki er á félagi í LPGA til að sigra á LPGA móti. Tveimur vikum síðar á Elleair Ladies vann hún 5. mót sitt það ár í Japan og varð sú yngsta í sögu JLPGA til þess að vera í 1. sæti á peningalistanum það árið.
Sigurinn á Mizuno Classic 2007 varð til þess að hún fékk kortið sitt á bandaríska LPGA 2008. Á fyrsta móti ársins, SBS Open í Turtle Bay varð hún í 5. sæti. Í dag, 6. nóvember 2011 vann hún svo aftur Mizuno Classic mótið, eftir umspil við Shanshen Feng frá Kína, á 3. holu.
Heimild: Wikipedia
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open