
Hver er kylfingurinn: Momoko Ueda?
Momoko Ueda (á japönsku: 上田 桃子) fæddist 15. júní 1986, í Kumamoto, Japan og er því 25 ára. Hún varð árið 2007, þá 21 árs, yngsti kylfingurinn í sögu japönsku LPGA (skammst.: JLPGA) mótaraðarinnar til þess að verða efst á peningalistanum þar í landi. Nú sem stendur spilar Momoko á bandarísku LPGA mótaröðinni. Hún á að baki 2 sigra á bandaríska LPGA og 9 sigra á japanska LPGA.
Áhugamannaferill Momoko
Momoko byrjaði að spila golf 9 ára og fékk inngöngu í hinn virta Sakata skóla 10 ára. Í 23 áhugamannamótum sem hún tók þátt í var hún meðal 10 efstu, 15 sinnum, þ.á.m. vann hún 3 sinnum og var 5 sinnum í 2. sæti.
Atvinnumannsferill Momoko
Momoko gerðist atvinnumaður í ágúst 2005 (þá 19 ára) og vann nýliðabikar JLPGA það árið. Árið 2006 varð hún í 4 sæti í tveimur mótum JLPGA og var T-9 í Mizuno Classic, sem er sameiginlegt mót bandaríska og japanska LPGA.
Það var árið 2007, sem Momoko blómstraði á JLPGA, sigraði 5 sinnum, varð 6 sinnum í 2. sæti og var 1 sinni í 3. og 1 sinni í 5. sæti. Hún var fulltrúi Japan í Heimsbikarnum (ens.: World Cup) og spilaði í risamóti kvennagolfsins Women´s British Open í St. Andrews. Í apríl 2007 vann hún the Life Card Ladies í heimabæ sínum, Kumamoto. Hún sigraði líka Resort Trust Ladies og Stanley Ladies og varð í 2. sæti í Fujitsu Ladies áður en hún tók Mizuno Classic mótið í nóvember 2007. Hápunktur mótsins var albatross sem hún fékk og er sá 28. í allri sögu LPGA mótaraðarinnar yfir albatrossa sem fást í mótum. Hún varð fyrsti sigurvegrinn frá Japan í 9 ár og 16. kylfingurinn, sem ekki er á félagi í LPGA til að sigra á LPGA móti. Tveimur vikum síðar á Elleair Ladies vann hún 5. mót sitt það ár í Japan og varð sú yngsta í sögu JLPGA til þess að vera í 1. sæti á peningalistanum það árið.
Sigurinn á Mizuno Classic 2007 varð til þess að hún fékk kortið sitt á bandaríska LPGA 2008. Á fyrsta móti ársins, SBS Open í Turtle Bay varð hún í 5. sæti. Í dag, 6. nóvember 2011 vann hún svo aftur Mizuno Classic mótið, eftir umspil við Shanshen Feng frá Kína, á 3. holu.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge