Hver er kylfingurinn: Minea Blomqvist-Kakko?
Í gærkvöldi var Golf 1 með frétt þess efnis að Minea Blomqvist, ára hefði gifst kæresta sínum til margra ára, atvinnukylfingnum Roope Kakko. Minea og Roope eru svo að segja „golfpar Finnlands.“ En þau eru ekki fyrirferðarmikil í fréttum miðað við margar aðrar golfstjörnur – þannig að hver er Minea?
Minea Blomqvist fæddist í Espoo í Finnlandi 12. mars 1985. Hún byrjaði að spila golf 9 ára. Hún var sú yngsta til þess að sigra í Finnish Amateur Championships árið 2001, en þá var hún bara 16 ára. Minea átti tvívegis sæti í Solheim Junior Cup árin 2002 & 2003. Sem áhugamaður var hún í efsta sæti á finnska listanum yfir bestu áhugamenn Finnlands.
Árið 2004 var Minea yngsti kylfingurinn, sem þá spilaði á Evrópumótaröðinni, aðeins 19 ára og það ár var hún valin nýliði ársins á LET. Hún var fyrsti Finninn til að sigra á LET, en það var líka árið 2004 á Ladies Central European Open. Það kom því varla nokkrum á óvart að Time Magazine skyldi velja Mineu kylfing framtíðarinnar í október 2004.
Annar sigur hennar á LET kom árið 2008 á heimavelli á Finnair Masters í Helsinki. Minea spilaði á World Cup 2005 & 2006 og var valin besti finnski atvinnukylfingurinn 2004, 2005 og 2008. Árið 2006 varð Minea fyrsti Finninn til þess að spila á LPGA.
Meðal besta árangurs hennar í golfi er:
– # 7 á European Tour 2004 Order of Merit
– # 10 á European Tour 2005 Order of Merit
– # 102 á peningalista LPGA, 2006.
– # 93 á peningalista LPGA 2007.
– # 44 á peningalista LPGA 2008.
– # 94 á peningalista LPGA 2009.
– verðlaunafé á fyrstu 6 keppnistímabilum Mineu var u.þ.b. € 850 000, þ.e. 2004-2009
– verðlaunafé Mineu á einu ári á LPGA hins vegar 417.011 USD (u.þ.b. € 300.000 ).
– Sem atvinnukylfingur á Minea 4 vallarmet víðsvegar um heiminn:
- Suður-Afríka: Randpark GC; 63 (-9 undir pari)
- Ungverjaland: Old Lake Golf Club; 62 (-9 undir pari)
- England: Sunningdale GC; 62 (-10 undir pari) sem er lægsta skor á hring í risamóti hvort heldur er meðal kvenna eða karla (2004 Ladies British Open)
- Öijared GC; 65 (-7 undir pari)
Styrktaraðilar Mineu eru : Savonlinna Opera Festival / Veikkaus, Finnair, K-citymarket, Mercedes-Benz, Sitefactory, Kullo Golf Club .
Árið 2010, nánar tiltekið 31. mars tókst Minea á hendur nýtt hlutverk í lífinu þegar hún og Roope eignuðust fyrsta barn sitt, lítinn strák, sem hlaut nafnið Elmeri Aku Mikael Kakko. Litli guttinn fæddist í Jorvi, Finnlandi og var 3,9 kg og 52 cm langur. Þar sem fæðingardagur barnsins var 313, sem er bílnúmer Andrésar andar, ákváðu Minea, sem alltaf er kölluð Minnie og Roope (en nafn hans er nafnið á Jóakim frænda á finnsku) að skýra drenginn Aku, sem er finnsk þýðing á heiti Andrésar andar. Öll nöfnin í litlu fjölskyldu Mineu og strákanna hennar tengjast því teiknimyndafígúrunni Andrési önd.
Að lokum er e.t.v. rétt að geta þess að eiginkonan nýorðna, Minea Blomqvist var ein af Wilhelmínu 7 kylfingum LPGA, en það voru kylfingar sem voru á samningi hjá Wilhelmina Artist Management, sem er dótturfyrirtæki hinnar frægu og virtu Wilhelmina Models umboðsskrifstofu. Þessir 7 kvenkylfingar á LPGA hlutu samninginn við Wilhelminu þar sem þær þóttu fallegar, heilbrigðar, gáfaðar og skara fram úr í íþróttagrein sinni. Hin W-7 módelin eru hin þýska Sandra Gal; Anna Grezebien, Kim Hall og Stacy Prammanasudh frá Bandaríkjunum; Mikaela Parmlid frá Svíþjóð og Johanna Head frá Englandi.
Heimild: Heimasíða Mineu Blomqvist-Kakko
Til þess að komast á heimasíðu Mineu smellið hér: HEIMASÍÐA MINEU BLOMQVIST
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024