Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2014 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Michelle Wie? (4/5)

Michelle Wie á árunum 2007–2008

Í janúar 2007 samþykkti Wie að spila á 4. undanþágu sinni á PGA Tour á Sony Open í Hawaii, en nú munaði 14 höggum að hún kæmist í gegnum niðurskurð og varð þriðja síðust af 144 keppendum 25 höggum á eftir þeim sem var í 1. sæti eftir 2. hring.  Næsta mót hennar eftir 4 mánuða fjarvegu og meiðsl á báðum úlnliðum var Ginn Tribute á LPGA þar sem Annika Sörenstam var gestgjafi. Wie var á 14 yfir pari eftir 16 holur áður en hún dró sig úr mótinu eftir samtal við umboðsmann sinn, þar sem hún bar fyrir sig meiðslin í úlnliðnum.

Það að hún dró sig úr mótinu var umdeilt því sbr. reglu 88, á sá sem spilar í LPGA móti og er ekki félagi á mótaröðinni og er á 88 höggum eða meira ekki keppnisrétt á mótaröðinni það sem eftir er ársins. Wie bar fyrir sig að úlnliðsmeiðslin en ekki regla 88 væri ástæða þess að hún hætti leik en nokkrir áhorfendur þ.á.m. spilafélagi henni Alena Sharp dró fyrirslátt Wie í efa. Annar spilafélagi Wie á hringnum kvað sér hljóðs og setti fyrir sig afskipti föður Wie, BJ. Báðir spilafélagar héldu því fram að hann (BJ) hefði verið að gefa Wie ráð á hringnum og brot sem leitt hefði til 2 högga víti varð ekkert úr, því Wie dró sig úr mótinu.

Síðan sást til Wie 2 dögum síðar við æfingar á mótsstað LPGa Championship í Bulle Rock, Maryland, sem dró að sér gagnrýni gestgjafa Ginn Tribute, Anniku Sörenstam: „Mér finnst þetta sýna skort á virðingu og klassa að draga sig bara úr móti si svona og koma aftur og æfa hér.“ Á LPGA Championship var Wie á 3 yfir pari og á niðurskurðarlínunni en rétt slapp og jók þar með skiptin sem hún komst í gegnum niðurskurð í  13, en hún átti hringi upp á 83 högg og síðan 79 um helgina og varð síðust af þeim sem náðu niðurskurði, 35 höggum á eftir sigurvegaranum.  Wie var með í US Women´s Open í júní en dró sig úr mótinu eftir hálfan 2. hring eftir að hafa slegið 2. högg sitt út í röff á 10. holu, en aftur bar hún fyrir sig úlnliðsmeiðsl. Hún var á 17 yfir pari eftir 27 spilaðar holur.

Á Evian Masters í júlí spilaði Wie loks undir pari, eftir að hafa spila 24 hringi á eða yfir pari, en nú var hún sem sagt á 1 undir pari, 71 hggi, en var á 12 yfir pari, 84 höggum á 3. hring og var því 20 höggum á eftir sigurvegaranum Natalie Gulbis og þriðja síðust af þeim sem náðu niðurskurði. Á Opna bresa viku síðar var Wie á 73 og 80 höggum og munaði 2 höggum að hún næði niðurskurði, en þett var í 1. sinn að hún náði ekki niðurskurði á LPGA frá árinu 2003 og þetta var í 1. sinn að hún náði ekki niðurskurði í risamóti.

Wie spilaði næst í ágúst á Canadian Women’s Open og var þar á undanþágu styrktaraðila. Hún var á 75 74 og munaði 4 höggum að hún kæmist í gegnum niðurskurð. Wie spilaði síðan í Safeway Classic í Portland, Oregon. Eftir hringi pp á 79 og 75 munaði 6 höggum að hún næði niðurskurði og var 21 höggi á eftir þeirri sem leiddi eftir 2. hring. Þremur vikum eftir að byrja á 1. ári í Stanford spilaði Wie á undanþágu styrktaraðil í   Samsung World Championship, og varð í næstneðsta sæti þ.e. því 19. af 20 keppendum.

Í desemer 2007 var Wie í 4. sæti á the Forbes Top 20 Earners Under 25 en hún varð árið 2007 búin að vinna sér inn $19 milljónir.

Árið 2008 var í fyrsta sinn frá árinu 2004 sem Wie fékk ekki eina af 4 undanþágum á PGA Tour Sony Open. Hún hóf árið á undanþágu í  LPGA Fields Open,þar sem hún átti hringi upp á 69, 73, og 78 og lauk keppni T-72 og var sú síðasta af þeim sem komust í gegnum niðurskurð.

Wie fékk 2 aðrar undanþágur þ.e. til að spila á   Safeway International og Michelob ULTRA Open í Kingsmill mótunum, en Wie gat ekki spilað í Safeway og aftur bar hún fyrir sig úlnliðsmeiðsl.  Wie spilaði hins vegar á Michelob ULTRA Open á Kingsmill vellinum og var á  75  og 71. Nú munaði 4 höggum að hún kæmist gegnum niðurskurð.  Næst spilaði Wie í fyrsta sinn á Ladies European Tour (LET) á undanþágu styrktaraðila þ.e. í  Ladies German Open og varð í 6. sæti, 7 höggum á eftir hinum 18 ára sigurvegara,  Amy Yang.