
Hver er kylfingurinn Michael Hoey?
Hoey sigraði á Alfred Dunhill mótinu á Skotlandi nú s.l. helgi og vann sér inn tæpar 100 milljónir íslenskra króna fyrir vikið. En hver er þessi 32 ára kylfingur?
Michael George Hoey fæddist 13. febrúar 1979 í Ballymoney, en spilaði mikið golf í Shandon Park Golf Club í austur Belfast. Hann sigraði British Amateur Championship árið 2001 og var í sigurliði Breta&Íra í Walker Cup árið 2001. Honum bauðst sem áhugamanni að spila á US Masters 2002, þar sem hann var 1 höggi frá því að komast í gegnum niðurskurð.
Fram til ársins 2009 átti Hoey í vandræðum með að halda sér á Evróputúrnum og spilaði mestmegnis á Áskorendamótaröðinni þar sem hann sigraði 3 sinnum þ.e. á: BA-CA Golf Open, árið 2005, Tessali-Metaponto Open di Puglia e Basilicata, árið 2007 og Banque Populaire Moroccan Classic, árið 2008. Hann varð í 8. sæti á 2005 listanum yfir bestu kylfinga Áskorendamótaraðarinnar, sem gaf honum sjálfkrafa rétt til þátttöku á Evrópumótaröðinni.
Hann átti í miklum erfiðleikum árið 2006 og sneri aftur á Áskorendamótaröðina 2007. Hann fékk aftur þátttökurétt á Evrópumótaröðinni 2009 eftir að hafa farið í gegnum Q-school. Snemma árs 2009 fór aðeins að grilla í velgengni þegar hann náði 2. sæti á eftir Retief Goosen í Africa Open á Sólskinstúrnum. Í apríl sama ár vann hann í fyrsta skiptið á túrnum þ.e. Estoril Open de Portugal , þar sem hann hafði betur gegn Gonzalo Fernández-Castaño á 3. holu umspils. Með sigrinum vann hann sér inn 1 árs undanþágu til keppni á Evróputúrnum. Hann er búinn að sigra tvívegis í ár þ.á.m. eins og sagði í upphafi Alfred Dunhill Links Championship, sem er stærsti sigur hans hingað til.
Loks mætti geta að hann keppti fyrir Írland ásamt Gareth Maybin í Omega Mission Hill heimsbikarnum 2007, en þeir urðu í 24. sæti.
Að lokum eins og Golf 1 greindi frá fær Hoey að taka þátt á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Dubai á þessu ári þar sem keppt er um u.þ.b. 840 milljónir íslenskra króna.
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023