Martin Kaymer fær á sig vatnsgusu frá löndu sinni og „Sam-Düsseldorfara“ Söndru Gal – eftir sigurinn á Opna bandaríska 15. júní 2014
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2014 | 08:00

Hver er kylfingurinn: Martin Kaymer? (6/7)

Árið 2011: Kaymer verður nr. 1 á heimslistanum og sigraði í fyrsta sinn á heimsmóti!  

Á árinu 2011 hafnaði Kaymer að spila á PGA Tour, en hann hafði hlotið keppnisrétt eftir sigur sinn 2010 á PGA Championship. Hann sagði að hann vildi einbeita sér að Evrópumótaröðinni 2011, en myndi einnig spila á nokkrum mótum á PGA Tour.

Martin Kaymer eftir einn sigurinn í Abu Dhabi

Martin Kaymer eftir einn sigurinn í Abu Dhabi

Í janúar 2011 vann Kaymer í 3. sinn á  Abu Dhabi HSBC Golf Championship á 4 árum og velti Tiger úr 2. sætinu á heimslistanum. Eftir að hafa náð 2. sætinu á heimsmótinu í holukeppni, þ.e. WGC-Accenture Match Play Championship, velti Kaymer, Lee Westwood úr 1. sæti heimsilstans og varð aðeins 2. Þjóðverjinn (á eftir Bernhard Langer) til þess að ná toppsæti heimslistans.  Á þeim tíma var Kaymer einnig yngsti kylfingurinn til þess að verða nr. 1 á eftir Tiger, en þetta aldursmet Kaymer var slegið þegar Rory náði 1. sætinu í mars 2012, aðeins 22 ára.  Vera Kaymer á toppnum var stutt því strax í apríl missti Kaymer það aftur til Westwood sem sigraði mjög eftirminnilega það ár á Indonesian Masters. Kaymer varði alls 8 vikum í 1. sæti heimslistans.

Bernhard Langer (t.v.) og Martin Kaymer (t.h.)

Bernhard Langer (t.v.) og Martin Kaymer (t.h.)

In nóvember 2011 vann Kaymer fyrsta WGC titi sinn þegar hann vann WGC-HSBC Champions í Shanghai, Kína. Kaymer hóf leik á lokahring mótsins 5 höggum á eftir forystumanninum Fredrik Jacobson. Á lokahringnum var hann á 9-undir pari, 63 höggum og sigraði í mótinu; átti 3 högg á Jacobson að leik loknum. Þetta er það mesta sem nokkur á heimsmóti hefir unnið upp frá 3. degi (ens. comeback win) í sögu heimsmótanna.  Skor Kaymer á lokahringnum er einnig lægsa skor á heimsmóti og velti úr sessi eldra meti Hunter Mahan um 64 högg sem hann setti 2010.  Með þessum sigri varð Kaymer aðeins 10. kylfingurinn í golfsögunni til þess að hafa sigrað á heimsmóti og risamóti. Með sigrinum á heimsmótinu varð Kaymer aftur nr. 4 á heimslistanum.