Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2014 | 08:30

Hver er kylfingurinn: Martin Kaymer? (5/7)

Árin 2009 og 2010 á ferli Martin Kaymer.

Árið 2009 varði Kaymer næstum titil sinn á Abu Dhabi Golf Championship en lauk keppni T-2, einu höggi á eftir sigurvegaranum Paul Casey. Hann hélt áfram að ná góðum árangri í Mið-Austurlöndum eftir að hann varð T-4 á Dubai Desert Classic.

Kaymer vann 3. titil sinn á Evróputúrnumí júlí á Open de France ALSTOM. Hann hafði betur gegn Lee Westwood á 1. holu bráðabana, þegar Westwood sló bolta sinn í vatnshindrum. Með sigrinum færðist Kaymer á topp-100 á peningalista Evrópumótaraðarinnar byggðum á æviárangri.

Kaymer sigraði einnig vikuna á eftir á Barclays Scottish Open í  Loch Lomond Golf Club í Glasgow, en þetta var 4. titillinn á ferlinum.  Hann var 1 höggi á eftir forystumanni mótsins og átti hring upp á 2 undir pari, 69 högg og sigraði með 2 höggum. Með sigrinum komst Kaymer í 11. sætið á heimslistanum. Vikuna á eftir varð Kaymer T-34 á Opna breska, sem var besti árangur hans í risamóti til þess tíma.  Hann bætti besta árangur sinn á risamóti þegar á árinu 2009 þegar hann varð T-6 á PGA Championship 2009.

Kaymer varð fyrir meiðslum við uppáhaldsiðju sína utan golfsins á þeim tíma þ.e. að vera í go-kart og gat ekkert spilað í september og október 2009. Hann sneri aftur á lokaspretti Race to Dubai og varð í 3. sæti á peningalistanum þetta árið.

Kaymer ásamt kylfu-coverum sínum

Kaymer ásamt kylfu-coverum sínum

Árið 2010: Sigurinn á PGA Championship 

Í janúar 2010 sigraði Kaymer á Abu Dhabi Golf Championship; átti 1 högg á Ian Poulter.

Hann komst hins vegar ekki í gegnum niðurskurð the Masters, en þrátt fyrir það stóð hann sig vel í hinum risamótum ársins. Hann varð þannig í 8. sæti á Opna bandaríska og T-7 á Opna breskaeftir að hafa verið í 3. sæti fyrir lokahringinn.

Þann 15. ágúst 2010 sigraði Kaymer á PGA Championship í Whistling Straits en þetta var fyrsti risamótssigur hans. Hann var á 11 undir pari, eftir 72 holur og varð því að fara í 3 holu umspil við Bubba Watson, sem hann sigraði í.

Kaymer var á árinu 2010 einnig hluti af sigurliði Evrópu í Rydernum undir stjórn Colin Montgomerie. Hann sigraði báða fjórbolta leiki sína (ásamt félögum sínum Westwood og Poulter), skilaði Evrópu hálfu stigi í fjórmenningnum en tapaði tvímenningsleik sínum.

Viku síðar sigraði Kaymer á Alfred Dunhill Links Championship í St Andrews og átti 3 högg á næsta keppanda,  Danny Willett.  Kaymer var fyrsti kylfingurinn til að sigra í 3 mótum á sama keppnistímabili frá því árið 2006 þegar Tiger tókst þetta og sá fyrsti frá Evrópu til þess að takast þetta frá því að Nick Faldo lukkaðist þetta árið 1989. Með sigrinum náði Kaymer besta árangri sínum á heimslistanum til þess tíma þ.e. 3. sætinu. Kaymer deildi heiðrinum með Graeme McDowell að vera valinn kylfingur ársins í Evrópu 2010.