Hver er kylfingurinn: Martin Kaymer? (2/7)
Áhugamannsferill Kaymer
Martin Kaymer gerðist atvinnumaður 2005 og strax á fyrsta ári sínu sem slíkur, 20 ára að aldri, vann hann fyrsta atvinnumannsmótið sitt Central German Classic sem er á þýska EPD Tour-num, sömu mótaröð og Þórður „okkar“ Rafn Gissurarson spilar á. Hann var á 19 undir pari í fyrsta móti sínu, á 197 höggum (67-64-66) og átti 5 högg á næsta keppanda.
Kaymer spilaði á fullu á EPD Tour-num, febrúar-ágúst 2006 . Hann spilaði í 14 mótum og vann 5 sigra. Hann var meðal efstu 10 í ölum nema 2 mótum. Kaymer var langefstur á peningalista EPD mótaraðarinnar 2006 – vann sér inn €26,664.
Lægsti hringur hans kom á einu mótinu á EPD túrnum þ.e. í Habsburg Classic en það var þegar hann átti draumahring allra kylfinga upp á 13 undir pari, 59 högg. Svona leit skorkort Kaymer út:
| Hola | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | Út | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | Inn | Alls |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Par | 4 | 3 | 4 | 5 | 4 | 4 | 4 | 3 | 5 | 36 | 4 | 5 | 3 | 4 | 4 | 4 | 3 | 5 | 4 | 36 | 72 |
| Score | 4 | 4 | 3 | 4 | 3 | 3 | 4 | 2 | 4 | 31 | 3 | 3 | 2 | 4 | 3 | 3 | 2 | 5 | 3 | 28 | 59 |
Vegna árangurs hans á EPD túrnum fékk Kaymer boð um að spila á Áskorendamótaröðinni, þ.e. á Vodafone Challenge mótið heima í Þýskalandi. Hann spilaði í 8 mótum frá ágúst – október 2006 og vann aftur einum mánuði síðan í Open des Volcans í Frakklandi. Kaymer varð í 4. sæti á peningalista Áskorendamótaraðarinnar þó hann hefði aðeins spilað í 8 mótum, en hann vann sér inn €93,321 í verðlaunafé. Hann varð meðal efstu 5 í 6 mótum og versti árangur hans var 13. sætið. Vegna þessa frábæra árangurs síns var Kaymer kominn á Evrópumótaröðina 2007.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
