Hver er kylfingurinn Marc Leishman (2017)?
Ástralski kylfingurinn Marc Leishman sigraði í BMW Championship nú um helgina.
En hver er kylfingurinn?

Marc Leishman fæddist í Warrnambool í Victoriu, Ástralíu þann 24. október 1983 og verður því 34 ára í næsta mánuði. Sem stendur spilar Leishman á PGA Tour en hann hlaut nýliðaverðlaunin á mótaröðinni árið 2009. Hann var fyrsti Ástralinn til þess að vinna þau verðlaun.
Leishman átti afar farsælan áhugamannsferil í Ástralíu, þar sem hann vann mörg unglingamót. Hann varð klúbbmeistari í Warrnambool Golf Club Championship 13 ára, en hann spilaði þá í sama flokki og pabbi hans. Árið 2001 vann hann the Victorian Junior Masters, the South Australian Junior Masters og var piltameistari Victoriu.
Leishman gerðist atvinnumaður í golfi 2005. Hann spilaði á the Von Nida Tour árið 2006 og vann tvö mót og varð efstur á stigalista mótaraðarinnar.
Árið 2007 var Leishman nýliði á the Nationwide Tour og varð í 92. sæti á peningalistanum. Hann vann fyrsta titil sinn á Nationwide Tour árið 2008 á WNB Golf Classic og jafnaði met Chris Smith með það að eiga 11 högg á næsta keppanda. Leishman lauk árinu í 19. sæti á peningalistanum og vann kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2009.
Leishman var valinn nýliði ársins árið 2009 eftir að hafa þrívegis verið meðal efstu 10 á mótum þ.á.m. varð hann í 2. sæti á eftir Tiger Woods á BMW Championship, Leishman komst þ.a.l. á Tour Championship. Hann lauk árinu 2009 í 53. sætinu á peningalistanum.
Hann varð í annað sinn í 2. sæti á PGA Tour á Farmers Insurance Open árið 2010. Hann lauk árinu á topp-100 á peningalistum keppnistímabilanna 2010 og 2011. Hann spilaði á BMW Championship á báðum keppnistímabilum.

Leishman vann fyrsta mótið sitt á PGA Tour eftir að hafa leikið í 96 mótum á mótaröðinni 12. júní 2012 þegar hann sigraði á the Travelers Championship. Fyrir lokahringinn var hann 6 höggum á eftir forystunni en vann efstu menn með 1 höggi. Lokahringur hans í mótinu var einkar glæsilegur upp á 62 högg, en þar missti hann hvergi högg og fékk 8 fugla. Þetta er besti hringur golfferils Leishman til þessa. Hann varð 2. Ástralinn til þess að vinna mótið; en sá fyrsti var hvíti hákarlinn: Greg Norman.
Segja má að 2013 sé ár Leishman. Það byrjaði vel hjá honum, m.a. var hann í forystu á The Masters risamótinu eftir opnunarhringinn, ásamt Sergio Garcia. Báðir voru á 6 undir pari, 66 höggum. Fyrir lokahringinn á Masters var hann 2 höggum á eftir forystumönnunum. Hann lauk keppninni i 4. sæti, sem var besti árangur hans í risamóti til þess tíma.
Árið 2013 valdi Nick Price Leishman einnig í Alþjóðaliðið og verður að telja líklegt að með ofangreindum góðum árangri í The Masters hafi Leishman rækilega tekist að vekja athygli á sér.
Í júlí 2015 á Opna bresa á St. Andrews varð Leishman í 2. sæti eftir að hafa tapað í 4 holu bráðabana á mánudegi, á móti sem frestast hafði vegna veðurs. Eftir að hafa verið nærri því að ná ekki niðurskurði eftir fyrstu 2 hringina var Leishman á 64 höggum á 3. hring og 66 á 4. hring og jafn þeim Zach Johnson og Louis Oosthuizen. Leishman var einn í forystu þegar bara voru 6 holur eftir óspilaðar en fékk skolla á 16. holu og féll við það aftur í 15 undir par og var jafn þeim félögum Johnson og Oosthuizen eftir hefðbundnar 72 holur. Leishman átti slæmt teighögg og fékk skolla á fyrstu holu bráðabanans og var þá þegar kominn 2 höggum eftir Johnson og Oosthuizen. Á 2. holu fékk hann síðan skolla og var 3 höggum á eftir þeim Johnson og Zach og eftir 4. holu féll hann út en T-2 árangur hans í mótinu er besti árangur hans í risamóti til dagsins í dag.
Árið í ár, 2017 er búið er að vera Leishman gott. Þann 19. mars 2017 vann hann 2. mót sitt á PGA Tour þ.e. Arnold Palmer Invitational og nú um helgina, þ.e. 17. september 2017, nældi hann sér í 3. titil sinn BMW Championship með nýju mótsmeti 23 undir pari..

Marc Leishman ásamt Audrey eiginkonu sinni
Einkalíf
Leishman er kvæntur Audrey og þau eiga 3 börn. Þau búa í Virginia Beach, Virginia, í Bandaríkjunum.
Þann 31. mars 2015 var Ausdrey nær dauða en lífi en hún fékk bráðatilfelli af öndunarsjúkdómnum, respiratory distress syndrome. Leishman hætti þar sem hann var staddur við undirbúning sinn fyrir Masters til þess að vera með Audrey. Hún var sett í dá og fékk eitrun (ens. toxic shock) sem fóru að hafa áhrif á líffæri hennar. Henni voru gefnar 5% líkur að hún myndi ná sér. En 2 vikum seinna hafði hún náð sér nægilega mikið til að snúa aftur heim og Leishman sneri aftur á PGA Tour í New Orleans.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
