Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Kristoffer Broberg?

Kristoffer Broberg sigraði sunnudaginn 15. nóvember 2015 á BMW Masters á Lake Malaren golfvellinum í Shanghaí í Kína.  Þetta var fyrsti sigur hins 29 ára Svía.

Kristoffer Broberg fæddist 1. ágúst 1986 í Stokkhólmi í Svíþjóð og á því sama afmælisdag og t.a.m. Nökkvi Gunnarsson, NK.

Broberg hóf atvinnumannsferil sinn á Nordic League, þar sem hann sigraði í 4 mótum á árunum 2011 og 2012.   Hann hóf einnig að spila á Challenge Tour árið 2012. Hann sigraði á 2. mótinu sem hann spilaði í the Finnish Challenge, 5. ágúst það ár. Hann sigraði aftur vikuna þar á eftir á the Norwegian Challenge. Broberg vann síðan 3. skiptið þann mánuðinn áthe Rolex Trophy og vann sér inn sjálfkrafa keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í kjölfarið. Broberg er sá leikmaður, sem það hefir tekist hvað hraðast eftir að hafa einungis spilað í 5 mótum á keppnistímabilinu. Sigrarnir fleyttu Broberg líka upp heimslistann en hann var í 1,109. sæti og fór upp í 173. sætið á örskömmum tíma og lauk árinu í 79. sæti heimslistans eftir að hann náði 2. sætinu á Alfred Dunhill Championship.

Broberg var ansi nálægt því að ná fyrsta sigri sínum á Evrópumótaröðinni 2014 þegar hann varð T-3 á Irish Open og varð síðan í 2. sæti á the Scottish Open. Hann varð líka í 3 skipti í 2. sæti á he Made in Denmark mótinu.

Eins og segir vann Broberg fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröðinni í gær, þ.e. BMW Masters, sem er eitt fjögurra móta í Race to Dubai series. Hann sigraði í bráðabana gegn bandaríska kylfingnum Patrick Reed, með fugli í bráðabananum. Þetta var 100. sigur sænsks kylfings í sögu Evrópumótaraðarinnar og meðal verðlauna sem Broberg fékk er félagsaðild til 2017!

Vel gert hjá Broberg!!!