Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2015 | 11:00

Hver er kylfingurinn: Justin Rose?

Svarið við spurningunni virðist svo auðvelt í augnablikinu, Justin Rose er sigurvegari Zurich Classic of New Orleans og er nr. 6 á heimslistanum yfir bestu kylfinga heims í dag (fer úr 8. sætinu í 6. sætið, eftir sigurinn á TPC Louisiana).   En hér er ætlunin að grafa aðeins dýpra eins og venja er í þessum kynningarpistlum um fræga og ekki svo fræga erlenda kylfinga.

Justin Rose fæddist í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 30. júlí 1980 og er því 34 ára. Justin gerðist atvinnumaður 1998 og spilar bæði á PGA og á Evróputúrnum. Það hæsta, sem hann hefir komist á heimslistanum, er 6. sætið og alls hefir hann verið í 54 vikur samfellt á topp-10, á heimslistanum undanfarið. Justin á heima bæði í London og í Orlandó, Flórída og er kvæntur eiginkonu sinni Kate (frá árinu 2006). Þau eiga 2 börn: Leo (f. 2009) og Charlotte (2012).

Justin með son sinn Leó á hnjánum, ásamt stelpunum sínum Kate með Charlotte og sigurbikarinn á Cadillac heimsmótinu.

Justin með son sinn Leó á hnjánum, ásamt stelpunum sínum Kate með Charlotte og sigurbikarinn á Cadillac heimsmótinu.

Eins og áður segir þá fæddist Justin Rose í Suður-Afríku. Hann fluttist þó til Englands 5 ára og hóf um það leyti að spila golf af fullri alvöru í Hartley Wintney golfklúbbnum nálægt þáverandi heimili sínu í Hampshire. Honum tókst að „breaka“ 70 í fyrsta sinn þegar hann var 11 ára og og var kominn með +1 í forgjöf þegar hann var 14 ára. Hann spilaði í Walker Cup 17 ára. Hann reis til frægðar á Opna breska 1998. Hann var bara 17 ára áhugamaður, en frábært högg úr karga fyrir fugli á 18. braut urðu til þess að hann varð T-4 í mótinu. Justin vann silfurmedalíuna eftirsóttu í því móti, en hún er veitt þeim áhugamanni, sem er með lægsta skorið. Daginn eftir gerðist hann atvinnumaður.

Atvinnumennskan 

Eftir að gerast atvinnumaður, þá strögglaði Justin Rose snemma á ferli sínum. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð í 21 skipti í röð. Hann fékk kortið sitt á Evróputúrinn í fyrsta sinn árið 1999. Strax á fyrir næsta keppnistímabil varð hann að fara aftur í Q-school, þar sem hann náði 9. sætinu og fékk kortið fyrir keppnistímabilið 2000.

Þrátt fyrir svona byrjunarörðugleika, þá tók ferillinn flugið strax og hann var búinn að ná áttum á Evrópumótaröðinni. Árið 2001 hóf hann árið með því að verða tvívegis í 2. sæti í fæðingarlandi sínu, Suður-Afríku. Hann varð meðal efstu 40 á peningalista Evrópumótaraðarinnar.

Justin vann fyrsta mótið sitt sem atvinnukylfingur, Dunhill Championship í Suður-Afríku, 2002, og fylgdi því eftir með 3 sigrum það árið. Þ.á.m. var Nasua Masters í Suður-Afríku, Crowns Tournament á japanska túrnum og 2. sigurinn á Evróputúrnum – Victor Chandler British Masters þar sem hann hafði betur gegn Ian Poulter á lokahringnum.

Justin Rose eftir 1. sigur sinn sem atvinnumanns á Dunhill Championship í S-Afríku 2002

Justin Rose eftir 1. sigur sinn sem atvinnumanns á Dunhill Championship í S-Afríku 2002

Árið 2003 varð hann nr. 33 á heimslistanum. Hann vann sér inn nógu mikið fé til þess að hljóta PGA Tour kortið sitt, sem „non member“ árið 2004 eftir að hafa verið með meira vinningsfé en sá sem var í 125. sætinu á peningalistanum. Árið 2004 spilaði hann aðallega í Bandaríkjunum á PGA Tour, en spilaði jafnframt á Evrópumótaröðinni. Hann átti ekki gott ár og datt af topp-50 á heimslistanum, en hélt engu að síður kortinu sínu þar sem hann hafði unnið sér inn meira en milljón dollara í verðlaunafé.

Hann hrundi áfram niður heimslistann snemma árs 2005 og í mars tilkynnti hann að hann myndi hætta að spila á Evrópumótaröðinni og einbeita sér alfarið að PGA Tour. Þetta hafði ekkert að segja um lélega spilaformið sem hann var í og um miðbik ársins var hann fallinn af topp-100 á heimslistnum. Í ágúst það ár tilkynnti hann að hann myndi snúa aftur á Evróputúrinn. Seinna þessa sömu viku náði hann besta skori ársins, var í forystu á Buick Championship eftir 3 hringi en lauk keppni í 3. sæti. Ein eða 2 aðrar góðar niðurstöður fylgdu í kjölfarið árið 2005 og hann hélt kortinu sínu á PGA Tour eftir allt saman.

Í september 2006 á Canadian Open var Justin Rose í fyrsta sinn í forystu fyrir lokahring á móti PGA Tour. En honum skjöpplaðist og lauk keppni með hring upp á 74 högg sem færði hann neðar á skortöflunni. Hann var í 2. sæti á Valero Texas Open og lauk keppni í 47. sæti á peningalistanum með US$1.629 milljónir í verðlaunafé. Í nóvember 2006 vann hann Australian Masters, og var þetta fyrsti sigurinn í 4 ár. Endurnýjaður stöðugleiki, þ.á.m. topp-5 sæti á Masters árið 2007 varð til þess að 8. apríl 2007 var hann kominn í 26. sætið á heimslistanum.

Rose tapaði í umspili 2007 á BMW PGA Championship, en færðist inn á topp-20 á heimslistanum í fyrsta sinn og og í október það ár náði hann besta árangri sínum fram að því 12. sætinu á heimslistanum og varð sá hæsti af Bretum á listanum. Rose var í efsta sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar 2007 eftir frábæran endi á Volvo Masters það ár, þar sem hann sigraði eftir umspil, 4. nóvember.

Sean Foley og Justin Rose

Sean Foley og Justin Rose

Frá lokum árs 2009, hefir sveifluþjálfi hans verið Sean Foley (sá sami og þjálfaði Tiger Woods).

Árið 2010 varð Justin Rose í 3. sæti á Honda Classic og síðan vann hann Memorial Tournament með lokahring upp á 66 högg og sigraði þar með Rickie Fowler með 3 höggum. Þetta var fyrsti sigur hans á bandarískri grund. Næsta dag varð Justin að spila á úrtökumóti fyrir US Open ásamt Rickie Fowler. Hvorugur komst í gegnum niðurskurð en þetta hratt að stað umræðu um úrtökumót US Open. Á næsta móti hans Travelers Championship var Justin með 3 högga forystu fyrir lokadaginn en datt niður í 9. sætið sem hann deildi með öðrum. Gott spilaform hans hélst næstu viku þegar hann leiddi fyrir lokahringinn með 4 höggum og spilaði 4. hring á pari, 70 höggum og vann 2. mót sitt á PGA Tour – þ.e. AT&T National.

Í mars 2011 hafði Justin tækifæri til að bæta tveimur PGA Tour titlum við safn sitt þegar hann var með 1 höggs forystu á Transitions Championship. En hann var á 74 höggum lokahringinn, hring þar sem hann fékk m.a. 4 skolla í röð um miðbik hringsins og lauk keppni 5 höggum á eftir sigurvegaranum Gary Woodland. Í september 2011 vann Justin BMW Championship, sem var 3. mótið í FedEx umspilinu, en mótið var að venju haldið í Cog Hill Golf & Country Club.

Þetta var fyrsti titill ársins og sá 3. sem hann vann á PGA Tour. Justin hóf vikuna í 34. sæti og vissi að hann yrði að spila vel til þess að spila á lokamótinu í East Lake Golf Club. Með sigrinum skaust hann upp í 3. sætið og vissi að ef hann ynni Tour Championship myndi hann vera FedEx meistari. Gallalaus hringur upp á 63 högg hjálpaði til við að Justin byggði upp 4 högga forystu fyrir lokahringinn og jafnvel þó honum fipaðist á par-5 15. brautinni, náði Rose sér og sigraði mótið – átti 2 högg á John Senden. Rose gekk ekki jafnvel á Tour Championship, en 2. hringur upp á 75 högg gerði að engu möguleika hans á sigri. Hann lauk mótinu T-20, og í 5. sæti á FedEx Cup listanum.

 

Justin Rose

Justin Rose

Sigur Justin Rose á WGC-Cadillac Championship 2012

Á árinu 2012 vann Justin Rose í fyrsta sinn heimsmót, þ.e. WGC Cadillac Championship á Doral Golf Resort & Spa í Flórída. Justin átti 1 högg á Bubba Watson, sem búinn var að leiða allt mótið. Justin hóf lokahringinn 3 höggum á eftir Bubba, en hann spilaði stöðugt golf einkum á hinni erfiðu par-4 18. holu á Bláa Skrímslinu. Hann fékk skolla og Bubba Watson þurfti fugl á holunni til að knýja fram umspil, en það tókst ekki. Þ.a.l. komst Justin í 7. sæti heimslistans og aftur eftir nokkra fjarveru meðal 10 efstu á heimslistanum.

2013
Þann 25. mars 2013, varð Rose í 2. sæti á eftir Tiger Woods á The Arnold Palmer Invitational og komst þar með það hæsta sem hann hefir komist á heimslistanum eða í 3. sætið.

Justin Rose tekur við sigurbikar US Open

Justin Rose tekur við sigurbikar US Open

2013 Sigurinn á Opna bandaríska 
Þann 16. júní 2013 vann Rose fyrsta risatitil sinn þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Opna bandaríska í Merion golfklúbbnum þar sem hann átti 2 högg á Phil Mickelson og Jason Day. Þar með varð hann fyrsti Englendingurinn í 43 ár til þess að sigra á Opna bandaríska. Hann batt jafnframt endi á 17 ára eyðimerkurgöngu enskra kylfinga risatitilslega séð en síðasti sigur ensks kylfings á risamóti fyrir Rose var sigur Nick Faldo á Masters 1996.

Rose var 2 höggaum á eftir forystumanninum  Mickelson fyrir lokahringinn; var á 1 yfir pari eftir hringi upp á  71-69-71 . Hann kom sér jafnvel í enn verri stöðu eftir skolla á 3. og 5. holu en tókst að „samloka“ einum fugli inn á milli þ.e. á 4. holu. Fuglar á 6. og 7. holu komu honum á réttan kjöl og hann var jafn forystumanninum.  Hann mislas fuglapútt sem hann átti á 11. holu sem varð til þess að hann varð afur 1 höggi á eftir Mickelson. Rose fékk hins vegar fugla á 12. og 13. holu og komst undir par og í forystu á mótinu. Hann fékk enn annan skola á 16. og allt virtist vera fyrir bí þegar Mickelson fékk skolla á 13. og 15. holum Merion og Rose komst í 1 höggs forystu.

Eftir par á 17. holu sló Rose með 4-járni aðhögg á hina erfiðu 18. holu Merion og lauk hringnum á pari og var samtals á 1 yfir pari á lokahringnum. Mickelson þarfnaðist fugls til þess að knýja fram bráðabana, sem honum tókst ekki að fá og því stóð Rose uppi sem sigurvegari á Opna bandaríska, sem talið er það erfiðasta af risamótunum 4. Rose varð aftur í 3. sæti heimslistans, sem er það hæsta sem hann hefir komist.

2014
Þann 29. júní 2014, sigraði Rose á the Quicken Loans National, þar sem hann sigraði  Shawn Stefani á fyrstu holu bráðabana eftir að báðir voru jafnir eftir 72 holu leik.  Tveimur vikum síðar sigraði Rose á the Aberdeen Asset Management Scottish Open.

Justin Rose á The Masters 2015

Justin Rose á The Masters 2015

2015
Á The Masters rismótinu það ár varð Rose T-2 ásamt Phil Mickelson en báðir urðu að lúta í minni pokann fyrir ungum, bandarískum eldhuga, Jordan Spieth. Skor Rose og Mickelson 14 undir pari, 274 högg var lægsta skor þess sem orðið hefir í 2. sæti í sögu Masters.  Þann 26. apríl 2015 sigraði Justin Rose síðan Zurich Classic of New Orleans enda í fantaformi og spennandi hvað hann gerir það sem af er árs 2015, m.a hvort honum takist að bæta 2. risatitli í safnið?

Einkalíf Justin Rose

Justin Rose kvæntist kærustu sinni til langs tíma Kate Phillips, en hún er fyrrum fimleikakona, sem keppti f.h. Englands alþjóðlega. Þau giftust í desember 2006. Þau eiga hús við Lake Nona í Flórida og íbúð við ánna, í úthverfi London, Putney. Eins og áður er komið fram fæddi Kate fyrsta barn þeirra, Leó, 21. febrúar 2009. Og á nýársdag 2012 fæddist þeim hjónum dóttir, sem fékk nafnið Charlotte.

Í lokinn er hér yfirlit yfir sigra Justin Rose, sem áhugamanns en sem atvinnumaður eru sigrarnir orðnir 18,  7 á Evróputúrnum og 7 á PGA; 1 á Japan Golf Tour, 2 á Sólskinstúrnum og 1 á Ástralasíutúrnum.  Hér er yfirlit yfir sigra Rose sem áhugamanns:

*1995 English Boys Stroke Play Championship yngri en 16, McGregor Trophy, English Boys Stroke Play Championship, yngri en 18 ára, Carris Trophy
*1997 St Andrews Links Trophy
*1998 Peter McEvoy Trophy

Heimild: Wikipedia