Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2011 | 16:00

Hver er kylfingurinn: Jim Furyk? – Fyrri grein –

Jim Furyk vann alla leiki sína fyrir bandaríska liðið í Forsetabikarnum og er sá kylfingur, sem allir fyrirliðar myndu vilja hafa í liði sínu. „Frábær!“ í einu orði. En hver er kylfingurinn Jim Furyk?

James Michael (alltaf kallaður Jim) Furyk fæddist 12. maí 1970 í West Chester, Pennsylvaníu. Á þeim tíma var pabbi hans aðstoðargolfkennari í Edgmont Country Club og seinna einnig í  Chester Golf and Country Club og Hidden Springs golfklúbbnum í Horsham.

Furyk ólst upp í úthverfum Pittsburgh og lærði að spila golf af pabba sínum, sem þá var orðinn yfirgolfkennari í Uniontown Country Club nálægt Pittsburgh. Jim Furyk útskrifaðist frá Manheim Township Highschool í Lancaster County, Pennsylvaníu, 1988, þar sem hann skaraði fram úr í körfubolta samhliða því að vera ríkismeistari í golfi.

Jim Furyk var í Arizona háskóla og gerðist atvinnumaður 1992.  Furyk vann a.m.k. 1 mót á hverju ári á PGA Tour á árunum 1998 – 2003. Á þeim tíma var hann með flesta sigra í röð á eftir Tiger Woods og hann var meðal topp 10 á heimslistanum.   Stærsti sigur Furyk til þess dags kom 16. júní 2003 þegar hann jafnaði lægsta 72 holu skor í sögu US Open og sigraði á fyrsta risamóti sínu.

Árið 2004 spilaði hann aðeins í 14 mótum eftir að hafa misst úr 3 mánuði vegna skurðaðgerðar til þess að lagfæra brjóskskemmdir í úlnlið og hann féll út af topp-100 listanum, en kom aftur árið 2005 í góðu formi og náði að vera meðal topp-10, þar sem hann sigraði á PGA móti og í 2 árið 2006.

Árið 2006 var þá besti árangur hans á ferlinum þegar hann varð í 2. sæti á peningalistanum og hann hlaut Vardon Trophy í fyrsta sinn. Hann setti líka nýtt met á ferli sínum þegar hann náði 13 sinnum topp-10 árangri, þ.á.m. varð hann þrívegis í 3. sæti, 4. sinnum í 2. sæti og sigraði tvívegis.

Eini golfkennarinn, sem hann hefir verið hjá er pabbi hans, Mike Furyk, sem e.t.v. skýrir skrýtna sveiflu hans. Kaddý Furyk er Mike „Fluff” Cowan, sem var kaddý Tiger, fyrstu 2 ár hans sem atvinnumanns.

Árið 2003 á Buick Open tók fréttamaðurinn Mike Hulbert viðtal við Furyk úti á velli frá stað sem leit út fyrir að vera snack bar, í bið vegna rigningar á USA Network. Aðrir kylfingar, sem ekki sást í en voru í sama herbergi og Furyk meðan á viðtalinu stóð hentu poppkorni í þá eftir því sem leið á viðtalið.  Á einum tímapunkti bar Furyk jafnvel fyrir sig golfhandklæði og þegar poppkornsárásin harðnaði sagði hann: „It looks like it’s ‘Pick on Hubby’ Day!“ (lausl. ísl þýð: Það lítur út fyrir að það sé stríðum Hubby dagur!)

Árið 2010 var Jim Furyk einstalega gott. Eftir sigurleysi í meira en 2 keppnistímabil vann hann 3 mót 2010: The Transitions Championsip, The Verizon Heritage og Tour Championship. Sigur Furyk á Tour Championship varð til þess að hann vann FedEx bikarinnar ársins 2010 með 1 höggi. Árangur Furyk árið 2010 varð til þess að hann var valinn kylfingur ársins bæði af PGA og PGA Tour, en það var í fyrsta skipti.

Heimild: Wikipedia